„Versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. ágúst 2024 16:31 Philippe Clement ræðir við Marco Guida eftir leik Rangers og Dynamo Kiev. getty/Craig Williamson Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, var vægast sagt ósáttur við dómara leiksins gegn Dynamo Kiev í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira
Fyrri leikurinn fór 1-1 og staðan í hálfleik í leiknum á Ibrox í gær var markalaus. Í upphafi seinni hálfleiks fékk Brasilíumaðurinn Jefte sitt annað gula spjald og þar með rautt. Manni fleiri gengu Úkraínumennirnir á lagið, skoruðu tvö mörk og unnu einvígið, 3-1 samanlagt. Dynamo Kiev fer því í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á meðan Rangers fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Rauða spjaldið á Jefte þótti umdeilt og samkvæmt Clement kolrangur dómur. Hann sagðist allavega aldrei hafa séð annað eins á löngum ferli. „Ég hef séð myndirnar. Þetta er klárlega ekki brot. Hann stekkur bara hærra og það er það eina sem gerist,“ sagði Clement en dómari leiksins, Marco Guida, vildi meina að Jefte hefði brotið á Oleksandr Karavayev í skallaeinvígi. „Þetta var afgerandi augnablik og á endanum gerði það draum okkar að engu. Það drap draum rúmlega fimmtíu þúsund áhorfenda og þú býst við betri ákvörðunum því þetta er að mínu mati versta ákvörðun sem ég hef séð á þrjátíu ára ferli í fótbolta.“ Clement sagðist hafa reynt að fá útskýringu frá Guida en án árangurs. „Ég reyndi að skilja ákvörðunina og biðja um útskýringu en dómarinn sat fastur við sinn keip. Þetta var klárlega rangur dómur. Það er margt í gangi í hausnum á mér en þið vitið að allt sem ég segi er of mikið. Ég gæti fengið bann fyrir næsta Evrópuleik svo ég held þessu fyrir mig,“ sagði Clement.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Sjá meira