Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 11:40 Þjóðhátíðargesturinn er 37 milljónum ríkari. Sannkölluð hundaheppni. Vísir/Vilhelm Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað. Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað.
Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira