Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 12:21 Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri um áramótin. Vísir/Arnar Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Sjá meira
Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Sjá meira