Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Björn er spenntur fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Vísir Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. „Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
„Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sjá meira
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50