Fiorentina birti mynd af Alberti á samfélagsmiðlum þar sem hann er klæddur í æfingatreyju merkta félaginu. Sömuleiðis var íslenska fánanum flaggað til fögnuðar.
GUD NEWS 📰
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 16, 2024
Albert è a Firenze 💜⚜️#forzaviola #fiorentina pic.twitter.com/9VywCGyxuK
— ACF Fiorentina (@acffiorentina) August 16, 2024
Albert mun gangast undir læknisskoðun í dag og skrifa undir samning í kjölfarið.
Greint var frá í gærkvöldi að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu.
Það hefur hins vegar ekki enn verið gefið út opinberlega hvort um kaup eða lánssamning sé að ræða.
Fiorentina hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn.
Albert mun ekki spila þann leik en verður væntanlega kominn með leikheimild þegar Fiorentina spilar um sæti í Sambandsdeildinni næsta fimmtudag gegn Puskas Akademia og mætir svo Venezia í deildinni þarnæsta sunnudag.