„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2024 11:46 Guðrún Hafsteinsdóttir mun áfram setja breytingar á útlendingalögum í forgang. Nokkuð sem samráðherra hennar í ríkisstjórn telur að þurfi ekki að gera. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna ávarpaði flokksráðsfund í gær, og sagði ekki forgangsmál að gera frekari breytingar á útlendingalöggjöfinni en þegar hefur verið gert. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fer með málaflokkinn og lagt mikla áherslu á hann frá því hún tók við embætti fyrir rúmu ári. „Ég er mjög ánægð með að þingið skuli hafa samþykkt breytingar á útlendingalöggjöfinni í júní, og það voru nauðsynlegar breytingar. Ég hef talað mjög eindregið fyrir því að ég vil sjá okkur samræma okkar löggjöf í þessum málaflokki við Norðurlöndin og löndin í kringum okkur,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ekki hægt að halda áfram á sömu braut Guðrún hyggst munu halda áfram að tala fyrir breytingum í átt til samræmingar við Norðurlöndin, en hún boðar útlendingafrumvarp á haustþingi og segir málaflokkinn síbreytilegan. „Ég hef bent á að löndin í kringum okkur hafa gert breytingar á sinni útlendingalöggjöf miklu, miklu örar en okkur hefur tekist að gera.“ Má þá skilja það sem svo að þú sért ósammála Guðmundi Inga um að þetta sé ekki forgangsmál? „Ég er algjörlega ósammála því.“ Kostnaður vegna málaflokksins hafi margfaldast á síðasta áratug. „Það er ekki hægt að halda svona áfram í langan tíma,“ segir Guðrún. Einnig þurfi að leggja áherslu á aðlögun fólks sem hér fær að vera, en um það séu þau Guðmundur Ingi sammála. „Meðan ég er í embætti í dómsmálaráðuneytinu er þetta eitt af mínum forgangsmálum og það er löngu orðið tímabært að við náum betur utan um þennan málaflokk heldur en verið hefur síðustu ár,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira