Bronshetja Svía í bann fyrir mótmælin Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Tara Babulfath reyndi hvað hún gat að eiga við dómarann í undanúrslitaglímunni við Natsumi Tsunoda á ÓL í París. Getty/Buda Mendes Hin 18 ára gamla Tara Babulfath frá Svíþjóð vann bronsverðlaun í júdó á Ólympíuleikunum en hefur nú verið dæmd í þriggja mánaða bann vegna hegðunar sinnar á leikunum. Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath. Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira
Bannið fær Babulfath vegna þess hvernig hún lét eftir tap í undanúrslitunum -48 kg flokksins. Hún var sannfærð um að það væri aðeins vegna dómgæslunnar sem hún komst ekki í úrslit. „Þau tóku frá mér gullið,“ sagði Babulfath meðal annars í viðtali eftir bardagann sem hún tapaði á því að hafa fengið sína þriðju viðvörun. Hún mótmælti dómgæslunni og það of kröftuglega að mati alþjóða júdósambandsins sem nú hefur sett Babulfath í bann frá 30. júlí til 31. október. „Þetta er erfitt. Júdó er það besta sem ég veit og það að ferðast í æfingabúðir og keppnir er það sem ég lifi fyrir,“ sagði Babulfath við SVT Sport. View this post on Instagram A post shared by Tara Babulfath (@tarababulfath) Alvarlegt að svona gerist á ÓL Alþjóða júdósambandið tók tillit til þess í dómi sínum að Babulfath hefði ekki sýnt neina árásargirni, en telur hins vegar alvarlegt að atvikið skyldi eiga sér stað á stærsta sviðinu, Ólympíuleikunum. Lykilatriði var hve lengi Babulfath var að fara af júdódýnunni. Babulfath fær að halda bronsverðlaununum og staða hennar á heimslista helst óbreytt, og hún má áfram æfa sína íþrótt heima fyrir. Hún má hins vegar ekki ferðast annað í æfingabúðir. Tara Babulfath ásamt öðrum verðlaunahöfum í -48 kg flokki júdós á ÓL. Tvær glímur eru um bronsverðlaun í júdó og því tveir bronsverðlaunahafar.Getty/Buda Mendes Í viðtali eftir að Babulfath vann bronsverðlaunin útskýrði hún óánægju sína með dómgæsluna: „Ég var ekki sammála ákvörðun dómarans og mótmælti. Ég vil ekki þurfa að fara af dýnunni án þess að líða eins og ég hafi lagt allt í sölurnar. Ég veit að ég gerði mitt allra besta og það er sorglegt að dómari ráði úrslitum í undanúrslitaglímu,“ sagði Babulfath. Fegin að vera ekki bannað að keppa um bronsið Til greina kom að Babulfath fengi ekki að keppa um bronsverðlaunin, vegna hegðunar sinnar. „Það voru umræður um það hvort ég fengi að fara í bronsbardagann. Það var mikill léttir að heyra að ég fengi það. Þá fannst mér einhvern veginn hafa allt að vinna,“ sagði Babulfath daginn eftir sigurinn í París. Hin japanska Natsumi Tsunoda, sem vann Babulfath í undanúrslitum, endaði sem Ólympíumeistari. „Ég hef nákvæmlega ekkert á móti japönsku stelpunni, það vil ég að sé skýrt. Hún er heimsmeistari. Hún er hæfileikarík,“ sagði Bablufath.
Júdó Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Sjá meira