Fyrrum NFL-leikmaður handtekinn fyrir að pissa á sessunaut í flugi til Dyflinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Gosder Cherilus í leik með Indianapolis Colts á sínum tíma. Michael Hickey/Getty Images) Gosder Cherilus, fyrrum leikmaður NFL-deildarinnar, var handtekinn á dögunum fyrir að pissa á sessunaut sinn í flugi frá Boston til Dyflinnar á Írlandi. Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi. NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi.
NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira