Fyrrum NFL-leikmaður handtekinn fyrir að pissa á sessunaut í flugi til Dyflinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. ágúst 2024 07:01 Gosder Cherilus í leik með Indianapolis Colts á sínum tíma. Michael Hickey/Getty Images) Gosder Cherilus, fyrrum leikmaður NFL-deildarinnar, var handtekinn á dögunum fyrir að pissa á sessunaut sinn í flugi frá Boston til Dyflinnar á Írlandi. Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi. NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Hinn fertugi Cherilus var leiddur fyrir dómara í gær, mánudag, en hann var einnig sagður hafa verið til trafala í fluginu og sýnt mótþróa er lögreglan reyndi að færa hann í járn eftir að flugvélinni var snúið við. Lögreglan í Massachusetts segir að hún hafi verið kölluð til Logan flugvallarins eftir að flugvél Delta til Dyflinnar var snúið við vegna hegðunar eins farþega vélarinnar. Sá farþegi var sagður hafa pissað á annan farþega í vélinni. Téður farþegi var Cherilus, fyrrum leikmaður Detroit Lions, Indianapolis Colts og Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni. Former NFL offensive lineman Gosder Cherilus was arrested early Sunday morning after allegedly urinating on a fellow passenger on a flight to Ireland, which was forced to return to Boston https://t.co/QcP4ym7rgg— Jonathan Jones (@jjones9) August 19, 2024 Hann á einnig að hafa slegið annan farþega eftir að hafa pissað á eldri konu í góðar 20 sekúndur samkvæmt dómsskjölum. Starfsmenn flugvélarinnar reyndu að stöðva NFL-leikmanninn fyrrverandi en hann er engin smásmíð og lét ekki til segjast. Segir einnig í dómsskjölum að starfsmenn vélarinnar hafi hreinlega ekki þorað að stíga inn í. Lögreglan bað Cherilus um að yfirgefa flugvélina en hann sýndi mótþróa á endanum þurfti lögreglan að leiða hann út úr vélinni og handtaka hann formlega. Samkvæmt lögreglu virtist Cherilus drukkinn þegar flugvélin lenti á Logan flugvellinum. Þar sem flugvélin var yfir Kanada þegar atvikið átti sér stað þá er málið einnig á borði alríkislögreglunnar. pic.twitter.com/TkT6OtBM1U— Gosder Cherilus (@GosderCherilus) August 19, 2024 Leikmaðurinn fyrrverandi hefur tjáð sig á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter. Þar segir hann að fluginu hafi verið frestað um rúmlega fjórar klukkustundir og því hafi hann tekið svefnlyf, eitthvað sem hann gerir ekki að staðaldri. Hann segir hegðun sína í kjölfarið ekki vera lýsandi fyrir þann karakter sem hann hefur að geyma og þá biðst hann afsökunar á gjörðum sínum. Cherilus snýr aftur fyrir framan dómara þann 11. október næstkomandi.
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn