Alien Romulus: Ungmenna Alien Heiðar Sumarliðason skrifar 25. ágúst 2024 10:43 Tyler og Rain munda riffilinn. Þrátt fyrir misjafnar viðtökur áhorfenda á síðustu tveimur Alien-myndum eru þau hjá 20th Century (Fox) hvergi að baki dottin og hafa nú sent frá sér nýja mynd í Alien-bálknum, Alien: Romulus. Endurnýjunin er töluverð; nýr leikstjóri, leikarar og höfundar. Alien-bálkurinn hefur nú í 45 ár verið hornsteinn vísindaskáldskapar- og hryllingsmynda. Fyrstu tvær myndirnar, Alien (1979) og Aliens (1986), í leikstjórn Ridley Scott og James Cameron, eru tær meistaraverk, þó að tónninn sé ólíkur. Alien var meistaraverk í andrúmsloftshryllingi, á meðan Aliens var meira í ætt við þær hasarmyndabombur sem James Cameron er hvað þekktastur fyrir. Þegar bættist við seríuna urðu myndirnar þó umdeildari. Alien 3 (1992), sem framan af var álitin svarti sauður seríunnar, er að mínu mati vanmetin og átti ekki skilið þá útreið sem hún fékk frá gagnrýnendum þess tíma. Eftirminnilegasta sena Alien 3. Alien: Resurrection (1997) var fjórða myndin og má mögulega kalla veikasta hlekkinn í seríunni, þó að hún hafi samt sína kosti. Forsögurnar, Prometheus (2012) og Alien: Covenant (2017), klufu áhorfendur með sínum háleita heimspekilega metnaði, engu að síður þótti mér þær báðar áhugaverðar, þrátt fyrir að öðru hvoru örlaði á tilgerð. Yngt upp Það er Úrúgvæinum Fede Alvarez sem hefur hlotnast sá heiður að uppfæra Alien-heiminn og á augljóslega að afla seríunni nýrra aðdáenda. Aldrei áður hefur leikaraliðið verið jafn ungt og spurði ég veraldarvefinn um meðalaldur aðalleikara hverrar myndar fyrir sig og komst að því að í Romulus eru aðalleikararnir u.þ.b. fimmtán árum yngri en meðaltal fyrri Alien-mynda. Alien Romulus (2024) 25.4 ár Alien: Covenant (2017): 44.2 ár Prometheus (2012): 38 ár Alien: Resurrection (1997): 43.4 ár Alien³ (1992): 43 ár Aliens (1986): 30.5 ár (hin tíu ára Carrie Henn lækkar töluna umtalsvert) Alien (1979): 41.4 ár Alien myndirnar hafa hingað til reynt að höfða til eldri áhorfenda, á meðan stemningin í Romulus er meira í ætt svokallaðra „new adult“-bókmennta, sem mætti e.t.v. þýða sem nýfullorðinsbókmenntir (þó svo netleit hafi ekki skilað mér neinum síðum þar sem það orð kemur fyrir). Það er því allt annar bragur á þessari nýjustu Alien-afurð, ogleið mér á stundum eins og ég væri að horfa á Solo: A Star Wars Story. Kringumstæður og framvindan í upphafi Alien: Romulus minna um margt á senurnar á Corellia í byrjun Solo: A Star Wars Story. Þessi nýja nálgun lífgar sjálfsagt upp á seríuna fyrir þá yngri, þó hún geri sennilega minna fyrir hinn dæmigerða miðaldra Alien-aðdáanda að sjá þetta unga fólk spranga um yfirgefna geimstöð með slefandi geimskrímsli á hælunum. Fyrirsögn Sem handverk er Alien Romulus óneitanlega traustbyggð. Myndin er vel uppsett, hittir á allar þær nótur sem aðdáendur seríunnar hafa vanist. Framkvæmd hryllingsatriða er framúrskarandi og framvindan heldur oftast athygli áhorfenda. Það er augljóst að kvikmyndagerðarfólkið veit hvernig á að byggja upp spennu og halda henni, atriði sem er nauðsynlegt þegar kemur að framleiðslu Alien-myndar. Nýliðarnir reyna af veikum mætti að feta í fótspor meistaranna. Hins vegar er Romulus því marki brennd, að þó hún sé tæknilega vel framkvæmd, er handritið eilítið vélrænt og framvindan full fyrirsjáanleg. Það er líkt og Alvarez hafi verið að merkja við atriði á lista yfir það sem Alien-mynd á að innihalda: brjóstsprengjandi xenomorpha, myrkir og þröngir gangar, sem og hóp persóna sem reynir að lifa af gegn ómögulegum líkum. Þó þessi atriði séu nauðsynleg fyrir hverja Alien-mynd (og vel framkvæmd hér), skortir úrvinnslu Romulus þann ferskleika og tilfinningalegu dýpt sem gerði upprunalegu myndirnar tvær klassískar. Persónur skortir dýpt Einn stærsti veikleiki Alien Romulus er persónusköpunin. Í fyrri myndunum, sérstaklega fyrstu tveimur, voru persónurnar ekki aðeins eftirminnilegar heldur fönguðu áhorfendur á máta sem næst ekki hér. Ellen Ripley er enn þá ein af áhrifamestu hetjum kvikmyndasögunnar, persóna sem snerti áhorfendur á djúpan máta. Aftur á móti skortir persónur Alien Romulus dýpt og eru horfnar úr minni áhorfenda um leið og myndin er búin. Ákvörðunin að hafa yngri aðalpersónur er sennilega tilraun til að glæða seríuna nýju lífi , en hún leiðir til persónugallerís sem skortir þá vigt sem persónur fyrri mynda höfðu. Þetta hefur einnig með leikarana að gera, þeir hafa ekki sömu nærveru og t.d. Sigourney Weaver, Tom Skerrit, John Hurt, Michael Fasbinder og Noomi Rapace. Weaver, Skerrit og Hurt. Þvílík veisla. Þó Alien Romulus sé vissulega ekki leiðinleg, nær hún aldrei að verða meira en rétt svo fullnægjandi viðbót í seríuna. Hana skortir þematíska dýpt og persónusköpun, og oftast er eins og þeir sem standa að henni hafi bara „verið í vinnunni.“ Þetta er það sem gerist oftast þegar Ridley Scott er ekki bakvið vélarnar á Alien-mynd að kippa í spottana, þær myndir skortir hreinlega fyllingu. Romulus inniheldur því yfirborðslega spennu en fátt annað. Átti að fara beint á streymi Það kom mér lítt á óvart þegar ég las að upprunalega átti Alien: Romulus að fara beint á streymisveituna Hulu, því ég hugsaði einmitt meðan á áhorfinu stóð að hún hefði sómað sér betur á Netflix en í bíói. Þá hefðu vætingarnar verið minni og Romulus í raun verið með því betra sem streymisveiturnar frumsýna. Kannski skorti kvikmyndagerðarfólkið hreinlega þann metnað sem þarf þegar kemur að því að skapa svokallaðan kvikmyndaviðburð þar sem þau töldu sig vera að gera streymismynd. Það er því ákveðin flatneskja í myndinni, sem verður til þess að maður gengur út úr kvikmyndahúsinu og hugsar: „Já, já, þetta var allt í lagi,“ en alls ekki meira en það. Þegar öllu er á botninn hvolft er Alien: Romulus beggja blands. Hún er vel gerð mynd sem skilar undirstöðuatriðunum en skilur þó lítið eftir sig og kemst því ekki með tærnar þar sem Alien og Aliens hafa hælana. Þó svo ég hafi ekki áhuga á að sjá meira af þeim persónum sem prýða Alien: Romulus, er ég ekki reiðubúinn að gefast upp á Alien-heiminum. Það er enn nóg eftir, margar sögur sem hægt er að segja, og með eilítið meiri metnaði gæti Alien risið til fyrri vegsemdar. Niðurstaða: Vel framkvæmd á yfirborðinu en skortir þá fyllingu sem einkenndi fyrstu tvær myndirnar. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Alien-bálkurinn hefur nú í 45 ár verið hornsteinn vísindaskáldskapar- og hryllingsmynda. Fyrstu tvær myndirnar, Alien (1979) og Aliens (1986), í leikstjórn Ridley Scott og James Cameron, eru tær meistaraverk, þó að tónninn sé ólíkur. Alien var meistaraverk í andrúmsloftshryllingi, á meðan Aliens var meira í ætt við þær hasarmyndabombur sem James Cameron er hvað þekktastur fyrir. Þegar bættist við seríuna urðu myndirnar þó umdeildari. Alien 3 (1992), sem framan af var álitin svarti sauður seríunnar, er að mínu mati vanmetin og átti ekki skilið þá útreið sem hún fékk frá gagnrýnendum þess tíma. Eftirminnilegasta sena Alien 3. Alien: Resurrection (1997) var fjórða myndin og má mögulega kalla veikasta hlekkinn í seríunni, þó að hún hafi samt sína kosti. Forsögurnar, Prometheus (2012) og Alien: Covenant (2017), klufu áhorfendur með sínum háleita heimspekilega metnaði, engu að síður þótti mér þær báðar áhugaverðar, þrátt fyrir að öðru hvoru örlaði á tilgerð. Yngt upp Það er Úrúgvæinum Fede Alvarez sem hefur hlotnast sá heiður að uppfæra Alien-heiminn og á augljóslega að afla seríunni nýrra aðdáenda. Aldrei áður hefur leikaraliðið verið jafn ungt og spurði ég veraldarvefinn um meðalaldur aðalleikara hverrar myndar fyrir sig og komst að því að í Romulus eru aðalleikararnir u.þ.b. fimmtán árum yngri en meðaltal fyrri Alien-mynda. Alien Romulus (2024) 25.4 ár Alien: Covenant (2017): 44.2 ár Prometheus (2012): 38 ár Alien: Resurrection (1997): 43.4 ár Alien³ (1992): 43 ár Aliens (1986): 30.5 ár (hin tíu ára Carrie Henn lækkar töluna umtalsvert) Alien (1979): 41.4 ár Alien myndirnar hafa hingað til reynt að höfða til eldri áhorfenda, á meðan stemningin í Romulus er meira í ætt svokallaðra „new adult“-bókmennta, sem mætti e.t.v. þýða sem nýfullorðinsbókmenntir (þó svo netleit hafi ekki skilað mér neinum síðum þar sem það orð kemur fyrir). Það er því allt annar bragur á þessari nýjustu Alien-afurð, ogleið mér á stundum eins og ég væri að horfa á Solo: A Star Wars Story. Kringumstæður og framvindan í upphafi Alien: Romulus minna um margt á senurnar á Corellia í byrjun Solo: A Star Wars Story. Þessi nýja nálgun lífgar sjálfsagt upp á seríuna fyrir þá yngri, þó hún geri sennilega minna fyrir hinn dæmigerða miðaldra Alien-aðdáanda að sjá þetta unga fólk spranga um yfirgefna geimstöð með slefandi geimskrímsli á hælunum. Fyrirsögn Sem handverk er Alien Romulus óneitanlega traustbyggð. Myndin er vel uppsett, hittir á allar þær nótur sem aðdáendur seríunnar hafa vanist. Framkvæmd hryllingsatriða er framúrskarandi og framvindan heldur oftast athygli áhorfenda. Það er augljóst að kvikmyndagerðarfólkið veit hvernig á að byggja upp spennu og halda henni, atriði sem er nauðsynlegt þegar kemur að framleiðslu Alien-myndar. Nýliðarnir reyna af veikum mætti að feta í fótspor meistaranna. Hins vegar er Romulus því marki brennd, að þó hún sé tæknilega vel framkvæmd, er handritið eilítið vélrænt og framvindan full fyrirsjáanleg. Það er líkt og Alvarez hafi verið að merkja við atriði á lista yfir það sem Alien-mynd á að innihalda: brjóstsprengjandi xenomorpha, myrkir og þröngir gangar, sem og hóp persóna sem reynir að lifa af gegn ómögulegum líkum. Þó þessi atriði séu nauðsynleg fyrir hverja Alien-mynd (og vel framkvæmd hér), skortir úrvinnslu Romulus þann ferskleika og tilfinningalegu dýpt sem gerði upprunalegu myndirnar tvær klassískar. Persónur skortir dýpt Einn stærsti veikleiki Alien Romulus er persónusköpunin. Í fyrri myndunum, sérstaklega fyrstu tveimur, voru persónurnar ekki aðeins eftirminnilegar heldur fönguðu áhorfendur á máta sem næst ekki hér. Ellen Ripley er enn þá ein af áhrifamestu hetjum kvikmyndasögunnar, persóna sem snerti áhorfendur á djúpan máta. Aftur á móti skortir persónur Alien Romulus dýpt og eru horfnar úr minni áhorfenda um leið og myndin er búin. Ákvörðunin að hafa yngri aðalpersónur er sennilega tilraun til að glæða seríuna nýju lífi , en hún leiðir til persónugallerís sem skortir þá vigt sem persónur fyrri mynda höfðu. Þetta hefur einnig með leikarana að gera, þeir hafa ekki sömu nærveru og t.d. Sigourney Weaver, Tom Skerrit, John Hurt, Michael Fasbinder og Noomi Rapace. Weaver, Skerrit og Hurt. Þvílík veisla. Þó Alien Romulus sé vissulega ekki leiðinleg, nær hún aldrei að verða meira en rétt svo fullnægjandi viðbót í seríuna. Hana skortir þematíska dýpt og persónusköpun, og oftast er eins og þeir sem standa að henni hafi bara „verið í vinnunni.“ Þetta er það sem gerist oftast þegar Ridley Scott er ekki bakvið vélarnar á Alien-mynd að kippa í spottana, þær myndir skortir hreinlega fyllingu. Romulus inniheldur því yfirborðslega spennu en fátt annað. Átti að fara beint á streymi Það kom mér lítt á óvart þegar ég las að upprunalega átti Alien: Romulus að fara beint á streymisveituna Hulu, því ég hugsaði einmitt meðan á áhorfinu stóð að hún hefði sómað sér betur á Netflix en í bíói. Þá hefðu vætingarnar verið minni og Romulus í raun verið með því betra sem streymisveiturnar frumsýna. Kannski skorti kvikmyndagerðarfólkið hreinlega þann metnað sem þarf þegar kemur að því að skapa svokallaðan kvikmyndaviðburð þar sem þau töldu sig vera að gera streymismynd. Það er því ákveðin flatneskja í myndinni, sem verður til þess að maður gengur út úr kvikmyndahúsinu og hugsar: „Já, já, þetta var allt í lagi,“ en alls ekki meira en það. Þegar öllu er á botninn hvolft er Alien: Romulus beggja blands. Hún er vel gerð mynd sem skilar undirstöðuatriðunum en skilur þó lítið eftir sig og kemst því ekki með tærnar þar sem Alien og Aliens hafa hælana. Þó svo ég hafi ekki áhuga á að sjá meira af þeim persónum sem prýða Alien: Romulus, er ég ekki reiðubúinn að gefast upp á Alien-heiminum. Það er enn nóg eftir, margar sögur sem hægt er að segja, og með eilítið meiri metnaði gæti Alien risið til fyrri vegsemdar. Niðurstaða: Vel framkvæmd á yfirborðinu en skortir þá fyllingu sem einkenndi fyrstu tvær myndirnar.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira