Lífið

Kaleo sló í gegn hjá Jimmy Kimmel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sveitin flutti lagið Rock N Roller hjá Kimmel í gær.
Sveitin flutti lagið Rock N Roller hjá Kimmel í gær. Skjáskot

Stórhljómsveitin Kaleo steig á svið í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Sveitin flutti þar lag sitt Rock N Roller, sem kom út fyrr á þessu ári.  

Sveitin hefur gefið út nokkur lög á þessu ári þar á meðal lagið sem þeir fluttu í gær og Lonely Cowboy. Rock N Roller hefur verið spilað meira en fimm milljón sinnum á Spotify í tveimur útgáfum. 

Athygli vekur að Jökull Júlíusson, söngvari hljómsveitarinnar klæddist skyrtu og jakka frá íslenska fatahönnuðinum Sif Benedictu við flutninginn í gær. 

Hljómsveitin fagnaði tíu ára afmæli fyrr á árinu, sem þeir héldu upp á með tónleikum í Colosseum í Róm. 

Horfa má á flutning Kaleo á Rock N Roller í spilaranum hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×