Gísli Eyjólfsson skoraði seinna mark Halmstad í 0-2 útisigri á Haga. Þetta var annað mark hans fyrir Halmstad en þau hafa bæði komið í bikarkeppninni.
Hlynur Freyr Karlsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Brommapojkarna sem rúllaði yfir Östersund, 0-5.
Botchways show säkrade gruppspel i Svenska Cupen 💥
— BP (@bpfotboll) August 21, 2024
Klar seger mot IFK Östersund efter att Evans Botchway gjort 2+1, Ludvig Fritzson nätade, Hlynur Karlsson rullade in en boll och Daleho Irandust nickade in kvällens första. pic.twitter.com/1TfsyL7g7G
Þorri Mar Þórisson lék allan leikinn fyrir Öster sem sigraði Götaholm, 1-3.
Norrköping sigraði Piteå, 1-3. Ísak Andri Sigurgeirsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins en Arnór Ingvi Traustason var hvíldur í leiknum.
Adam Ingi Benediktsson stóð á milli stanganna hjá Östersunds sem tapaði fyrir Karlsberg eftir framlengingu, 2-1.