Stofnstærðin árið 2022 var metinn yfir viðmiðunarmörkum stjórnvalda, sem eru 4100 dýr. Viðmiðunarmörkin verða endurmetin við gerð stjórnunarmarkmiða fyrir íslensku selastofnana. En þó er tekið fram í skýrslu um talninguna að hafa beri í huga að á válista íslenskra spendýra sem er gerður samkvæmt viðmiðum Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) lendir íslenski útselsstofninn í áhættuflokknum „í nokkurri hættu“ (e. vulnerable) miðað við þessar tölur.
Í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun kemur fram að stærð íslenska útselsstofnsins hafi verið metin reglulega frá 1982 með talningum á kópum að hausti.
Út frá þessari kópatalningu hafi stofnstærð útsels árið 2022 verið metin 6697 dýr. Það þýðir um 27 prósent fækkun í stofninum frá fyrstu talningu sem fór fram árið 1982, en jafnframt um 6,8 prósenta fjölgun frá árinu 2017 þegar talning fór síðast fram.
Þó kemur fram í tilkynningunni að breytingin á stofnstærðinni milli áranna 2005 og 2022 sé þó ekki tölfræðilega marktæk sem þýði að stærð stofnsins stendur í stað.