Uppgjörið: Stjarnan - Þróttur 1-2 | Sigurmark í uppbótartíma tryggði sæti í efri hlutanum Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. ágúst 2024 13:15 Sóley María sést hér skælbrosandi eftir að hafa tryggt Þrótti sigur. Vísir / Anton Brink Þróttur sótti 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Allt stefndi í jafntefli sem hefði dugað Stjörnunni en Sóley María Steinarsdóttir skoraði sigurmark Þróttar í uppbótartíma. Stjörnukonur stigu snemma upp sem sterkari aðilinn. Þær fengu nokkur fín færi og áttu mögulega skilið vítaspyrnu en ekkert dæmt. Markið lá í loftinu og skilaði sér svo á 18. mínútu. Fyrirgjöf sem varnarmenn Þróttar voru í vandræðum með að hreinsa burt. Laus bolti í teignum, Jessica Ayers tróð sér fram af grimmd og kom honum í netið. Jessica Ayers braut ísinn. Vísir / Anton Brink Verðskuldað eftir öfluga byrjun. vísir / anton brink Eftir markið færðist meira jafnvægi í leikinn og Þróttur brást vel við því að lenda undir. Spiluðu boltanum betur milli sín en uppskáru engin almennileg færi. Fyrr en á 38. mínútu þegar Caroline Murray tók sig til úti á vinstri vængnum, frábær einleikur og fyrirgjöf sem rataði til Sigríðar Theodóru Guðmundsdóttir sem stýrði boltanum í netið í fyrstu snertingu og skilaði jafnri stöðu þegar flautað var til hálfleiks. Sigríður Theodóra jafnaði metin áður en fyrri hálfleik lauk. Vísir / Anton Brink Þróttur þurfti sigur og tók áhættur í seinni hálfleik til að sækja hann. Fátt um dauðafæri en Freyja Karín fékk eitt svoleiðis á 78. mínútu, sama uppskrift og í markinu sem Þróttur skoraði, Caroline Murray með einleik og frábæra fyrirgjöf en niðurstaðan ekki sú sama. Stjarnan átti næstu sókn og sú var stór. Markaskorarinn Jessica Ayers fyrst með skot sem markmaðurinn rétt náði að blaka yfir. Úr því varð hornspyrna sem Hannah Sharts stangaði í slánna og yfir. Færi á báða bóga og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem er en það var Þróttur sem hreppti hann. Á fyrstu mínútu uppbótartíma fékk Ísabella Anna boltann í fínu plássi á miðsvæðinu. Gat skotið eða sent, tók rétta ákvörðun og lagði boltann til hliðar á Sóleyju Maríu sem skaut ein gegn markverði í stöngina og inn. Þróttur með 1-2 sigur sem skilar þeim í efri hluta deildarinnar. Skot Sóleyjar small í stöngina og inn. Vísir / Anton Brink Framundan er svo úrslitakeppni efri og neðri hluta deildarinnar. Stjarnan verður í neðri hlutanum og spilar þrjá leiki gegn Tindastóli, Fylki og Keflavík. Leikir sem skipta engu máli þar sem Stjarnan hefur þegar bjargað sér frá falli. Þróttur verður hins vegar í efri hlutanum og spilar fimm leiki við Val, Breiðablik, Þór/KA, Víking og FH. Engar líkur á titli en stærðfræðilegur möguleiki á þriðja sætinu. Atvik leiksins Stjörnukonur vildu fá, og áttu líklega að fá, vítaspyrnu snemma leiks. Gyða Kristín á undan Mollee markmanni í boltann en var felld, ekkert dæmt. Spyrna sem hefði líklega komið þeim enn fyrr yfir og slegið Þrótt út af laginu. Stjörnur og skúrkar Sóley María stóð auðvitað uppi sem stærsta stjarnan eftir að hafa skorað sigurmarkið. Caroline Murray með fyrirmyndar frammistöðu á vinstri vængnum. Álfhildur Rósa stýrði spilinu eins og herforingi. Margar aðrar með flotta frammistöðu eftir slaka byrjun. Stjörnumegin var Jessica Ayers síógnandi og í raun besti leikmaður vallarins í dag. Hannah Sharts alltaf hættuleg í föstum leikatriðum. Enginn að spila langt undir pari í dag. Fín frammistaða heilt yfir hjá báðum liðum og skúrkarnir engir í svo jöfnum leik. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar að vana. Engin kjötsúpa í þetta sinn reyndar, enda sól á lofti, þá er kannski meiri stemning fyrir góðu grilli. Allur Garðabærinn mætti að hvetja sínar konur, 210 áhorfendur á vellinum. Dómarar [4] Slök frammistaða á flautunni í dag. Mörg spjöld sem hefðu átt að fara á loft en gerðu það ekki. Spjöld sem fóru á loft en hefðu ekki átt að gera. Ýmis konar smáatriði líka sem hefðu mátt betur fara. Furðulegar ákvarðanir með hagnað og alls konar skrítið. Þróttur uppskar næstum því mark þegar Stjarnan átti augljóslega að fá aukaspyrnu, sem betur fer varð ekki svo. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Stundum þarf að spila stóru kortunum út og Sóley er leynivopn“ Upplegg Ólafs skilaði sigri í dag. Sækja út í kantana sagði hann fyrir leik og þannig kom fyrra markið. Sóley farðu fram sagði hann svo í seinni hálfleik og hún skoraði sigurmarkið. vísir / anton brink „Þetta var torsótt, rosalega torsótt. Mér fannst við spila vel á löngum köflum en ekki mikið um færi í þessum leik. Við töluðum um í hálfleik að það gæti gerst, að við þyrftum að brjóta þetta aðeins upp,“ sagði sáttur og sæll Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, strax eftir leik. Liðið lenti undir en barðist til baka, jafnaði og sótti svo sigur á lokamínútum leiksins. „Rosalegur karakter í hópnum, þær gefast ekki upp. Við höfum lent í þessu áður og talað um það, full oft að lenda undir og þá byrja. Fyrir leikinn vorum við í raun undir því Stjarnan var fyrir ofan okkur og við þurftum að sækja þetta.“ Það var ekki bara karakter í Þróttarliðinu í leik dagsins heldur á tímabilinu öllu þegar litið er til baka. Liðið byrjaði skelfilega en hefur bætt úr sínu síðan. „Sex leikir, eitt stig, í byrjun móts. Það gafst enginn upp og þetta er úr sömu skúffu hjá liðinu, hrikalega vel gert.“ Það sem skilaði sigrinum í dag var hugmynd Ólafs að henda varnarmanninum Sóley Maríu upp í efstu línu. Hún braust í gegn í uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. „Hún gerði þetta náttúrulega frábærlega vel. Stundum þarf að spila stóru kortunum út og Sóley er leynivopn. Hún hefur verið að lauma sér fram á æfingum og setja boltann, hún skilaði fullkomnlega traustinu til baka.“ Framundan er svo barátta í efri hluta deildarinnar hjá Þrótti, sem á engan möguleika á titlinum en gæti strítt hinum og jafnvel klifið aðeins upp töfluna. „Halda áfram að bæta leik liðsins, frábært að fá leiki við þessi fimm sterku lið sem eru í efri hlutanum með okkur. Fókusinn er bara á að safna stigum, halda áfram að bæta okkar leik og vera með. Það er ívið skemmtilegra en að vera í neðri fjórum,“ sagði Ólafur að lokum. „Það verða einhverjar breytingar á liðinu og einhverjar sem fá að spreyta sig“ „Mjög svekkjandi, aðallega bara svekkelsi með frammistöðuna. Mér fannst við fara í það svolítið í seinni hálfleik að halda í stig í stað þess að setja annað mark og það er aldrei leiðin að árangri,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, fljótlega eftir leik. Stjarnan byrjaði mun betur en féll fljótt aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir. Hvaða skilaboð sendi þjálfarinn liðinu á þeim tímapunkti? „Ýta upp í hærri pressu og sækja annað mark. Við spiluðum stóran hluta af fyrri hálfleik ágætlega en Þróttarar eru með hörkulið, þéttar varnarlega og við vorum ekki að skapa nóg.“ Framundan er úrslitakeppni í neðri hlutanum þar sem Stjarnan er ekki að spila upp á neitt, búnar að bjarga sér frá falli. „Það er bara frábært að fá fleiri leiki, við erum með stóran leikmannahóp og unga leikmenn sem fá tækifæri í þessu. Við ætlum í alla þessa þrjá leiki til að vinna þá og skapa þann kúltúr að fara ekki í fótboltaleiki til að tapa þeim en það verða einhverjar breytingar á liðinu og einhverjar sem fá að spreyta sig. Það er þá bara þeirra að nýta þessa þrjá leiki og sýna að þær eigi að spila meira.“ Jóhannes sér sumsé tækifæri í þessu þó betur hefði mátt fara. „Alveg klárlega, koma mínútum á leikmenn og gefa þeim reynslu. Gott að fá tækifæri til þess.“ Myndir Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti af. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík
Þróttur sótti 2-1 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um sæti í efri hluta deildarinnar. Allt stefndi í jafntefli sem hefði dugað Stjörnunni en Sóley María Steinarsdóttir skoraði sigurmark Þróttar í uppbótartíma. Stjörnukonur stigu snemma upp sem sterkari aðilinn. Þær fengu nokkur fín færi og áttu mögulega skilið vítaspyrnu en ekkert dæmt. Markið lá í loftinu og skilaði sér svo á 18. mínútu. Fyrirgjöf sem varnarmenn Þróttar voru í vandræðum með að hreinsa burt. Laus bolti í teignum, Jessica Ayers tróð sér fram af grimmd og kom honum í netið. Jessica Ayers braut ísinn. Vísir / Anton Brink Verðskuldað eftir öfluga byrjun. vísir / anton brink Eftir markið færðist meira jafnvægi í leikinn og Þróttur brást vel við því að lenda undir. Spiluðu boltanum betur milli sín en uppskáru engin almennileg færi. Fyrr en á 38. mínútu þegar Caroline Murray tók sig til úti á vinstri vængnum, frábær einleikur og fyrirgjöf sem rataði til Sigríðar Theodóru Guðmundsdóttir sem stýrði boltanum í netið í fyrstu snertingu og skilaði jafnri stöðu þegar flautað var til hálfleiks. Sigríður Theodóra jafnaði metin áður en fyrri hálfleik lauk. Vísir / Anton Brink Þróttur þurfti sigur og tók áhættur í seinni hálfleik til að sækja hann. Fátt um dauðafæri en Freyja Karín fékk eitt svoleiðis á 78. mínútu, sama uppskrift og í markinu sem Þróttur skoraði, Caroline Murray með einleik og frábæra fyrirgjöf en niðurstaðan ekki sú sama. Stjarnan átti næstu sókn og sú var stór. Markaskorarinn Jessica Ayers fyrst með skot sem markmaðurinn rétt náði að blaka yfir. Úr því varð hornspyrna sem Hannah Sharts stangaði í slánna og yfir. Færi á báða bóga og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem er en það var Þróttur sem hreppti hann. Á fyrstu mínútu uppbótartíma fékk Ísabella Anna boltann í fínu plássi á miðsvæðinu. Gat skotið eða sent, tók rétta ákvörðun og lagði boltann til hliðar á Sóleyju Maríu sem skaut ein gegn markverði í stöngina og inn. Þróttur með 1-2 sigur sem skilar þeim í efri hluta deildarinnar. Skot Sóleyjar small í stöngina og inn. Vísir / Anton Brink Framundan er svo úrslitakeppni efri og neðri hluta deildarinnar. Stjarnan verður í neðri hlutanum og spilar þrjá leiki gegn Tindastóli, Fylki og Keflavík. Leikir sem skipta engu máli þar sem Stjarnan hefur þegar bjargað sér frá falli. Þróttur verður hins vegar í efri hlutanum og spilar fimm leiki við Val, Breiðablik, Þór/KA, Víking og FH. Engar líkur á titli en stærðfræðilegur möguleiki á þriðja sætinu. Atvik leiksins Stjörnukonur vildu fá, og áttu líklega að fá, vítaspyrnu snemma leiks. Gyða Kristín á undan Mollee markmanni í boltann en var felld, ekkert dæmt. Spyrna sem hefði líklega komið þeim enn fyrr yfir og slegið Þrótt út af laginu. Stjörnur og skúrkar Sóley María stóð auðvitað uppi sem stærsta stjarnan eftir að hafa skorað sigurmarkið. Caroline Murray með fyrirmyndar frammistöðu á vinstri vængnum. Álfhildur Rósa stýrði spilinu eins og herforingi. Margar aðrar með flotta frammistöðu eftir slaka byrjun. Stjörnumegin var Jessica Ayers síógnandi og í raun besti leikmaður vallarins í dag. Hannah Sharts alltaf hættuleg í föstum leikatriðum. Enginn að spila langt undir pari í dag. Fín frammistaða heilt yfir hjá báðum liðum og skúrkarnir engir í svo jöfnum leik. Stemning og umgjörð Allt til fyrirmyndar að vana. Engin kjötsúpa í þetta sinn reyndar, enda sól á lofti, þá er kannski meiri stemning fyrir góðu grilli. Allur Garðabærinn mætti að hvetja sínar konur, 210 áhorfendur á vellinum. Dómarar [4] Slök frammistaða á flautunni í dag. Mörg spjöld sem hefðu átt að fara á loft en gerðu það ekki. Spjöld sem fóru á loft en hefðu ekki átt að gera. Ýmis konar smáatriði líka sem hefðu mátt betur fara. Furðulegar ákvarðanir með hagnað og alls konar skrítið. Þróttur uppskar næstum því mark þegar Stjarnan átti augljóslega að fá aukaspyrnu, sem betur fer varð ekki svo. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. „Stundum þarf að spila stóru kortunum út og Sóley er leynivopn“ Upplegg Ólafs skilaði sigri í dag. Sækja út í kantana sagði hann fyrir leik og þannig kom fyrra markið. Sóley farðu fram sagði hann svo í seinni hálfleik og hún skoraði sigurmarkið. vísir / anton brink „Þetta var torsótt, rosalega torsótt. Mér fannst við spila vel á löngum köflum en ekki mikið um færi í þessum leik. Við töluðum um í hálfleik að það gæti gerst, að við þyrftum að brjóta þetta aðeins upp,“ sagði sáttur og sæll Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, strax eftir leik. Liðið lenti undir en barðist til baka, jafnaði og sótti svo sigur á lokamínútum leiksins. „Rosalegur karakter í hópnum, þær gefast ekki upp. Við höfum lent í þessu áður og talað um það, full oft að lenda undir og þá byrja. Fyrir leikinn vorum við í raun undir því Stjarnan var fyrir ofan okkur og við þurftum að sækja þetta.“ Það var ekki bara karakter í Þróttarliðinu í leik dagsins heldur á tímabilinu öllu þegar litið er til baka. Liðið byrjaði skelfilega en hefur bætt úr sínu síðan. „Sex leikir, eitt stig, í byrjun móts. Það gafst enginn upp og þetta er úr sömu skúffu hjá liðinu, hrikalega vel gert.“ Það sem skilaði sigrinum í dag var hugmynd Ólafs að henda varnarmanninum Sóley Maríu upp í efstu línu. Hún braust í gegn í uppbótartíma og skoraði sigurmarkið. „Hún gerði þetta náttúrulega frábærlega vel. Stundum þarf að spila stóru kortunum út og Sóley er leynivopn. Hún hefur verið að lauma sér fram á æfingum og setja boltann, hún skilaði fullkomnlega traustinu til baka.“ Framundan er svo barátta í efri hluta deildarinnar hjá Þrótti, sem á engan möguleika á titlinum en gæti strítt hinum og jafnvel klifið aðeins upp töfluna. „Halda áfram að bæta leik liðsins, frábært að fá leiki við þessi fimm sterku lið sem eru í efri hlutanum með okkur. Fókusinn er bara á að safna stigum, halda áfram að bæta okkar leik og vera með. Það er ívið skemmtilegra en að vera í neðri fjórum,“ sagði Ólafur að lokum. „Það verða einhverjar breytingar á liðinu og einhverjar sem fá að spreyta sig“ „Mjög svekkjandi, aðallega bara svekkelsi með frammistöðuna. Mér fannst við fara í það svolítið í seinni hálfleik að halda í stig í stað þess að setja annað mark og það er aldrei leiðin að árangri,“ sagði Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, fljótlega eftir leik. Stjarnan byrjaði mun betur en féll fljótt aftar á völlinn eftir að hafa komist yfir. Hvaða skilaboð sendi þjálfarinn liðinu á þeim tímapunkti? „Ýta upp í hærri pressu og sækja annað mark. Við spiluðum stóran hluta af fyrri hálfleik ágætlega en Þróttarar eru með hörkulið, þéttar varnarlega og við vorum ekki að skapa nóg.“ Framundan er úrslitakeppni í neðri hlutanum þar sem Stjarnan er ekki að spila upp á neitt, búnar að bjarga sér frá falli. „Það er bara frábært að fá fleiri leiki, við erum með stóran leikmannahóp og unga leikmenn sem fá tækifæri í þessu. Við ætlum í alla þessa þrjá leiki til að vinna þá og skapa þann kúltúr að fara ekki í fótboltaleiki til að tapa þeim en það verða einhverjar breytingar á liðinu og einhverjar sem fá að spreyta sig. Það er þá bara þeirra að nýta þessa þrjá leiki og sýna að þær eigi að spila meira.“ Jóhannes sér sumsé tækifæri í þessu þó betur hefði mátt fara. „Alveg klárlega, koma mínútum á leikmenn og gefa þeim reynslu. Gott að fá tækifæri til þess.“ Myndir Anton Brink, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti af.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti