Sjá ekki fyrir endann á eldsumbrotum á Reykjanesskaga Kjartan Kjartansson og Telma Tómasson skrifa 23. ágúst 2024 21:54 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/Arnar Ekki sér enn fyrir endann á þeirri eldvirkni sem hófst á Reykjanesskaga fyrir þremur árum, að sögn jarðeðlisfræðings. Hann útilokar þó að búast megi lengi áfram við stöðugum eldgosum á nokkurra mánaða fresti. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni H. Þórarinsson er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi er það fimmta á þessu ári og það sjötta á rúmum átta mánuðum. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að gosið nú hegðaði sér eins og fyrri gos. Það hefði byrjað af miklum krafti og hraunið sé núna að minnsta kosti jafnstórt og í síðasta gosi sem lauk í maí. Verulega hefur fjarað undan gosinu. Magnús Tumi sagði að rennslið hafi verið um tvö þúsund rúmmetrar á sekúndu í fyrstu en nú sé það á bilinu fimmtíu til hundrað rúmmetrar. Til samanburðar nefndi hann að rennsli í Þjórsá væri um fjögur hundruð rúmmetrar á sekúndu. „Við vitum ekki hvort það muni slokkna á þessu hratt eða hvort að þetta fer í sísrennsli eins og hin gosin tvö sem á undan hafa komið,“ sagði hann. Gæti komið áratugalangt hlé Landris hófst aftur áður en gosi lauk í síðustu tveimur eldgosum á Reykjanesi. Magnús Tumi sagði að engin þreytumerki sæjust ennþá á virkninni þótt nú nálgist tíu mánuðir frá því að hrina tíðra eldgosa hófst. Ekki sjái enn fyrir endann á þessum atburðum. Ef tekið væri mið af síðasta þekkta gostímabili á Reykjanesskaga fyrir um átta hundruð árum og hversu mikið magn hrauns kom upp þá mætti ætla að töluvert af kviku eigi enn eftir að koma upp. „En hvort að það gerist á næstu mánuðum eða hvort það koma hlé og svo gerist það á næstu árum er ómögulegt að segja,“ sagði jarðvísindamaðurinn. Að því loknu mætti reikna með hléi sem stæði yfir í áratugi þess vegna. „Þetta verður ekki þannig að hér verði stöðug gos á nokkurra mánaða fresti í áratugi. Þannig er skaginn ekki,“ sagði Magnús Tumi. Til að setja virknina í samhengi sagði Magnús Tumi að magn kviku sem hefði komið upp á Reykjanesskaga á þrjú hundruð árum væri jafnt því sem kom upp í Holuhraunsgosinu á sex mánuðum fyrir að verða tíu árum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21 Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni H. Þórarinsson er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Fara af neyðarstigi og hleypa fólki í Bláa lónið og til Grindavíkur Starfsemi hefst í Bláa lóninu og hjá Northern Light Inn að öllu óbreyttu í fyrramálið. Þá verður rýmingu Grindavíkur aflétt og íbúum sem og öðrum sem eiga þangað erindi hleypt aftur inn í bæinn. Ríkislögreglustjóri hefur fært almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig. Verulega hefur dregið úr krafti gossins og hraun rennur ekki suður í átt að Grindavík. 23. ágúst 2024 17:21
Ákjósanleg staðsetning á gosinu Í hádegisfréttum fjöllum við um eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni í gærkvöldi en sérfræðingar eru á því að staðsetning sprungunnar sé ákjósanleg, í bili í það minnsta. 23. ágúst 2024 11:34