Fótbolti

Ný­liðarnir sækja tíunda leik­mann sumarsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jack Clarke er genginn í raðir Ipswich.
Jack Clarke er genginn í raðir Ipswich. Ian Horrocks/Sunderland AFC via Getty Images

Nýliðar Ipswich hafa fest kaup á enska vængmanninum Jack Clarke. Hann er tíundi leikmaðurinn sem Ipswich kaupir í sumar.

Ipswich greiðir um 15 milljónir punda fyrir Clarke, en við það gætu bæst fimm milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur. Heildarkaupverðið gæti því farið upp í rúmlega 3,6 milljarða króna.

Clarke, sem er 23 ára gamall vængmaður, skrifar undir fimm ára samning við Ipswich. Hann fhóf feril sinn hjá Leeds United áður en hann var keyptur til Tottenham árið 2019.

Hann náði þó aldrei að spila deildarleik fyrir Tottenham og var stærstan hluta þeirra þriggja ára sem hann var á mála hjá félaginu á láni. Hann lék meðal annars með Queens Park Rangers og Stoke áður en hann var keyptur til Sunderland árið 2022.

Eins og áður segir er Clarke tíundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Ipswich í sumar, en félagið hafði áður fengið þá Jens Cajuste frá Napoli, Kalvin Phillips og Liam Delap frá Manchester City, Sammie Szmodics frá Blackburn, Conor Townsend frá WBA, Arijanet Muric frá Burnley, Jacob Greaves frá Hull, Ben Johnson frá West Ham og Leon Elliott frá Crystal Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×