Stærsta gosið til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 19:54 Benedikt Ófeigsson segir yfirstandandi gos vera umtalsvert stærri en fyrri. Vísir/Samsett Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira