Stærsta gosið til þessa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 19:54 Benedikt Ófeigsson segir yfirstandandi gos vera umtalsvert stærri en fyrri. Vísir/Samsett Fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir eldgosið sem nú stendur yfir á Sundhnúksgígaröðinni vera það stærsta til þessa. Hann segir erfitt að segja til um hve lengi það eigi eftir að vara en að það sé komið í jafnvægi. Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að búast megi við því að eldgosið malli áfram í einhvern tíma þó svo að verulega hafi dregið úr virkni frá því gaus á fimmtudagskvöldið. Hraunflæði sé á svipuðum slóðum og í síðustu tveimur gosum og þau entust í nokkrar vikur. Umtalsvert stærra Hann segir gosið það stærsta á röðinni hingað til. „Þetta er umtalsvert stærra gos. Fyrsta rúmmálsmat á kviku sem hefur farið úr Svartsengi er einhverjir 20 milljón rúmmetrar samanborið við fimmtán í maígosinu. Þetta er talsvert meira, sem rímar við að flatarmál hraunsins núna er líka talsvert meira. Þetta er stærsta gosið til þessa,“ segir Benedikt. Gist var í um 30 húsum í Grindavík í nótt eftir að opnað var fyrir umferð í bæinn fyrir þá sem þangað eiga erindi. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni virðist hafa náð jafnvægi og er virknin öll norðan við Stóra-Skógfell. Kvikustrókar eru enn sjáanlegir en virðast hafa minnkað frá í gærkvöldi. Jarðskjálftavirkni er mjög lítil og hefur engin virkni mælst syðst nálægt Hagafelli eða Grindavík. Gasmengun barst til suðurs yfir Grindavík í dag og gróðureldar loga nálægt gosstöðvunum. Erfiðara fyrir kvikuna að komast upp Benedikt segir að tímabilin á milli gosa séu að lengjast og að það geti verið merki um það að það styttist í annan endann á þessum virka kafla á Reykjanesinu. Það sé greinilegt að erfiðara er fyrir kvikuna að ná upp á yfirborðið og meiri fyrirstaða í jarðskorpunni. Benedikt segir þekkinguna aukast með hverju gosinu. „Það tekur langan tíma að vinna úr öllum þessum gögnum og þessari þekkingu sem myndast. En þetta kennir okkur margt um hvernig þessi kerfi eru að hegða sér á Reykjanesinu. Okkur hefur tekist að vera ansi nákvæm í að segja fyrir um hvar og hvenær, þó hvenær sé aðeins erfiðara. Innan vikna og mánaða og innan einhvers tiltölulega lítils svæðis getum við séð fyrir gos. Án þess að ég geti lofað því að það verði alltaf svoleiðis. Við getum alltaf verið nákvæmari og nákvæmari í að lesa í gögnin,“ segir Benedikt Ófeigsson.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira