Heimir: Markmið Björns ætti að vera tíu fyrst hann er kominn með átta mörk Andri Már Eggertsson skrifar 25. ágúst 2024 21:42 Heimir Guðjónsson Vísir/Hulda Margrét FH vann 2-3 útisigur gegn Fylki í 20. umferð Bestu deildarinnar. Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum. FH Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
„Mér fannst vandræðin okkar í byrjun þau að við mættum bara til þess að spila fótbolta en gleymdum því að við þurftum að vera með grunnatriðin á hreinu og þeir settu boltann inn fyrir vörnina okkar og unnu alla seinni bolta. Eftir fimmtán mínútur tókum við leikinn yfir og spiluðum frábæran fótbolta og vorum virkilega góðir og létum boltann ganga. Fylkir fær flest stigin sín á þessum velli og það var því sterkt að koma til baka. “ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. Þriðja mark FH kom seint en Heimir sagðist ekki hafa verið með áhyggjur af því að leikurinn myndi enda með jafntefli. „Við vorum alltaf að herja á þá og mér fannst það tímaspursmál hvenær það myndi koma. Við vorum klókir í því að hleypa þessu ekki í skyndisóknarleik. Við náðum að pressa þá vel og þetta var góður leikur fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar.“ Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var allt í öllu í leik FH-inga þar sem hann tók öll föstu leikatriðin sem skilaði sér í mörkum. „Kjartan Kári er búinn að vera góður í sumar. Hann er ekki bara góður sóknarlega hann er seigari varnarmaður en hann er sagður vera. Hann getur spilað bæði hægra megin og vinstra megin og við byrjuðum með hann hægra megin og svo kom hann vinstra megin. Hann er með frábærar fyrirgjafir hvort sem það sé með hægri eða vinstri og hann er einnig frábær skotmaður.“ Björn Daníel Sverrisson skoraði tvö mörk í kvöld og hefur því gert átta mörk á tímabilinu. Það mesta sem hann hefur skorað í efstu deild eru níu mörk en hann gerði það undir stjórn Heimis árið 2012 og 2013. „Ég var að þjálfa hann þá líka. Ég ætla að vona það og það hlýtur að vera markmiðið hans fyrst hann er kominn með átta þá hlýtur hann að vilja fara í tíu sem yrði vel gert hjá miðjumanni,“ sagði Heimir léttur að lokum.
FH Besta deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn