Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2024 23:02 „Bobby“ fagnaði marki sínu vel og innilega. Mateo Villalba/Getty Images Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
Endrick Felipe Moreira de Sousa er 18 ára gamall og gekk í raðir Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd í sumar. Hann kom inn af bekknum fyrir Kylian Mbappé í 3-0 sigri á Valladolid um helgina og skoraði síðasta mark leiksins í öruggum sigri. Endrick, eins og hann er nær alltaf kallaður, vakti mikla athygli þegar hann skoraði sigurmark Brasilíu í vináttuleik gegn Englandi á Wembley-leikvanginum í mars á þessu ári. Með því varð hann yngsti karlmaðurinn til að skora á Wembley síðan Sir Bobby Charlton gerði það fyrir þónokkrum árum síðan. Eftir leik tileinkaði táningurinn Charlton heitnum markið. „Bobby Charlton var goðsögn hér,“ sagði hann eftir leik og nefndi ensku goðsögnina aftur þegar hann gekk í raðir Real. Þetta finnst liðsfélögum hans hjá Real heldur skondið og hafa þeir því ákveðið að kalla Endrick einfaldlega Bobby, allavega ef marka má kommentin við Instagram-færslu táningsins um liðna helgi. Endrick's Real Madrid teammates are now calling him 'Bobby' after he said that Sir Bobby Charlton is one his favorite players of all-time 😂🤍 pic.twitter.com/J78RwOJFOf— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2024 Sir Bobby Charlton lést í október á síðasta ári, 86 ára að aldri. Hann var einn besti miðjumaður sem England hefur alið og var lykilmaður þegar England vann sinn eina heimsmeistaratitil árið 1966. Var hann í kjölfarið valinn besti maður mótsins. Hann lék með Manchester United nær allan sinn feril og var í flugvélinni í hinu fræga München-slysi. Hann var einn þeirra sem lifði af og var síðar meir hluti af goðsagnakenndu liði Man Utd sem vann Evrópubikarinn vorið 1968. Þá varð hann þrívegis enskur meistari sem og enskur bikarmeistari einu sinni. Hvernig Charlton varð fyrirmynd Endricks er ekki vitað en það er ljóst að táningurinn frá Brasilíu þekkir söguna. Nú er bara að bíða og sjá hvort hann komist á sama stall og Charlton eða samlandi hans Ronaldo sem raðaði inn mörkum fyrir Real frá 2002 til 2007.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira