Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 19:34 Salym Albyouk faðir 16 ára palestínsks drengs sem var stunginn um helgina segir árásina mikið áfall. Hann hélt að hann væri kominn með fjölskyldu sína til friðsamasta lands í heimi en óttast nú um son sinn. Vísir/Arnar Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp. Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp.
Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent