Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. ágúst 2024 23:00 Margrét Valdimarsdóttir er dósent í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. „Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún. Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
„Það virðist vera komin einhver hugmynd fram meðal ungmenna, að þú þurfir að vera vopnaður til að verja þig, sem er auðvitað stórhættuleg hugmynd,“ segir Margrét, sem var í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að sjö prósent ungmenna séu gríðarlegur fjöldi fólks, en segir að nánast enginn þeirra hafi sagst hafa notað vopnið. Ekkert ungmenni eigi að vera með vopn á sér Margrét segir að ungmenni eigi aldrei að vera með vopn á sér, hvortki í miðbænum né skólanum eða annars staðar. Hún telur að hugmyndin um að maður þurfi að vera með vopn til að verja sig, hafi dreift sér svolítið á samfélagsmiðlum. Hún bendir á að þrátt fyrir að sjö prósent sé alltof hátt hlutfall, sé það alls ekki þannig að öll ungmenni séu með vopn. Krakkar í viðkvæmri stöðu líklegri til að bera vopn „Það er oftast þannig að bæði þessir krakkar sem eru að bera vopn og þau sem beita ofbeldi, að þetta eru krakkar í viðkvæmri stöðu. Ég skoðaði í þessum gögnum hvað myndi tengjast þessum vopnaburði, og ég sá til dæmis að þættir eins og slæmar heimilisaðstæður, að hafa orðið fyrir einelti í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi í skólanum, hafa orðið fyrir ofbeldi heima hjá sér, það voru sterkir skýringarþættir,“ segir Margrét. Hún segir að í sumar hafi komið út skýrsla frá greiningardeild ríkislögreglustjóra um ofbeldi meðal ungs fólsk. Þar var fjallað um aðgerðir til að sporna gegn þessu, og þar hafi meðal annars verið rætt um aukinn sýnileika lögreglunnar. „En það er líka talað um að auka aðgengi krakka í viðkvæmri stöðu að frístunda- og félagsstarfi. Að passa að þau séu í frístundastarfi og hafi þar jákvæðar fyrirmyndir, svo auðvitað að virkja foreldraþátttöku í lífi barna sinna,“ segir hún.
Reykjavík Reykjavík síðdegis Lögreglumál Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Rigning í kortunum Veður Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira