Norska félagið einum leik frá að lágmarki fjórum milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 12:00 Verða þeir gulu glaðir? Patrick Berg og félagar í Bodö/Glimt geta orðið fyrsta norska liðið í sautján ár til að komast í Meistaradeildina. Getty/Kent Even Grundstad/ Það er mikið undir hjá mörgum félögum í Evrópufótboltanum í þessari viku enda kemur þá í ljós hvaða lið komast í Meistaradeildina, Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Víkingar eru í frábærum málum í sínu einvígi í umspili Sambandsdeildarinnar en það er miklu hærri peningaupphæð undir hjá norska félaginu Bodö/Glimt. NRK segir frá. Bodö/Glimt á möguleika á því að komast í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Meistaradeildin gæti verið á leiðinni norðar en nokkurn tímann fyrr því Bodö/Glimt er með heimavöll sinn nyrst í Noregi. Liðið spilar í bænum Bodö sem er fyrir norðan heimskautsbauginn. Norska liðið vann 2-1 sigur á Rauðu Stjörnunni í fyrri leik liðanna í umspilinu en þau mætast aftur í Belgrad annað kvöld. Bodö/Glimt var líka í þessari stöðu fyrir tveimur árum. Liðið vann þá króatíska félagið Dinamo Zagreb 1-0 í fyrri leiknum en tapaði seinni leiknum í Króatíu eftir framlengingu. Þá dó draumurinn en nú er annað tækifæri. Með því að komast í Meistaradeildina þá væri Bodö/Glimt öruggt með 27,26 milljónir evra af sjónvarpspeningunum eða 4,18 milljarða íslenskra króna. Í viðbót getur liðið hækkað þessa upphæð með góðum úrslitum í Meistaradeildinni. Fyrir hvern sigur fær félagið 318 milljónir króna og hvert jafntefli gefur liðinu 106 milljónir. Þá fær liðið pening fyrir að ná ákveðnu sæti þar sem síðasta sætið gefur 42 milljónir króna. Takist Bodö/Glimt að komast í Meistaradeildina þá verður það fyrsta norska félagið til að komast þangað síðan Rosenborg var í Meistaradeildinni tímabilið 2007-08. Norski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira
Víkingar eru í frábærum málum í sínu einvígi í umspili Sambandsdeildarinnar en það er miklu hærri peningaupphæð undir hjá norska félaginu Bodö/Glimt. NRK segir frá. Bodö/Glimt á möguleika á því að komast í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Meistaradeildin gæti verið á leiðinni norðar en nokkurn tímann fyrr því Bodö/Glimt er með heimavöll sinn nyrst í Noregi. Liðið spilar í bænum Bodö sem er fyrir norðan heimskautsbauginn. Norska liðið vann 2-1 sigur á Rauðu Stjörnunni í fyrri leik liðanna í umspilinu en þau mætast aftur í Belgrad annað kvöld. Bodö/Glimt var líka í þessari stöðu fyrir tveimur árum. Liðið vann þá króatíska félagið Dinamo Zagreb 1-0 í fyrri leiknum en tapaði seinni leiknum í Króatíu eftir framlengingu. Þá dó draumurinn en nú er annað tækifæri. Með því að komast í Meistaradeildina þá væri Bodö/Glimt öruggt með 27,26 milljónir evra af sjónvarpspeningunum eða 4,18 milljarða íslenskra króna. Í viðbót getur liðið hækkað þessa upphæð með góðum úrslitum í Meistaradeildinni. Fyrir hvern sigur fær félagið 318 milljónir króna og hvert jafntefli gefur liðinu 106 milljónir. Þá fær liðið pening fyrir að ná ákveðnu sæti þar sem síðasta sætið gefur 42 milljónir króna. Takist Bodö/Glimt að komast í Meistaradeildina þá verður það fyrsta norska félagið til að komast þangað síðan Rosenborg var í Meistaradeildinni tímabilið 2007-08.
Norski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sjá meira