Maribor mun mæta sænska liðinu Djurgården í umspili um sæti í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn en á sama tíma spilar Víkingar seinni leik sinn við UE Santa Coloma frá Andorra í sömu keppni.
Víkingar fengu frí um helgina en ekki leikmenn slóvenska liðsins. Fyrst á dagskrá hjá þeim var að klára deildarleik á sunnudaginn og það gekk ekki alveg eins í sögu.
Dómari leiksins skipaði nefnilega leikmönnum liðanna að yfirgefa leikvanginn eftir að stuðningsmenn Maribor köstuðu hlut í leikmann gestanna eftir sautján mínútna leik.
Raul Florucz var þá að fara að taka vítaspyrnu fyrir Olimpija. Hann fékk hlutinn í sig á mjög viðkvæman stað þar sem hann stóð á vítapunktinum.
Dómarinn rak bæði liðin umsvifalaust af velli. Hálftíma hlé varð gert á leiknum en hann var svo kláraður.
Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Raul Florucz tók á endanum vítaspyrnuna eftir þetta hlé en Azbe Jug varði frá honum. Florucz fór síðan af velli í hálfleik.
Ziga Repas kom Maribor í 1-0 á 26. mínútu en Justas Lasickas jafnaði níu mínútum síðar.
Maribor tapaði fyrri leiknum 1-0 út í Svíþjóð og á því enn góða möguleika á að snúa stöðunni við í þeim seinni.
Hér fyrir neðan má sjá atvikið þegar Florucz stóð varnarlaus á vítapunktinum með æsta stuðningsmenn Maribor fyrir framan sig í stúkunni.
Horrible scenes in Maribor
— Slovenian football🇸🇮 (@sloveninho1) August 25, 2024
Olimpija is awarded a penalty. Maribor fans throw a gas canister? at the taker Florucz
The game was immediately stopped.
Currently 1-1 pic.twitter.com/mrsF5H5mTu