„Ég myndi gera allt fyrir hana“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 11:02 Vinkonurnar Brynja Gísladóttir og Elsa Lyng Magnúsdóttir. vísir/samsett Vinkonur sem rökuðu hár sitt vegna krabbameinsmeðferðar annarrar þeirra segja allan stuðning gríðarlega mikilvægan í bataferlinu. Þær hafa verið vinkonur í meira en þrjátíu ár og segjast gera allt fyrir hvora aðra. Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira
Elsa Lyng Magnúsdóttir greindist með brjóstakrabbamein í vor. Hún hefur alltaf haft sítt og mikið hár og segir það hafa verið hálfgert einkenni sitt. „Þegar það fór að falla ákvað ég með mjög stuttum fyrirvara að halda smá gleðskap fyrir mína nánustu vini, eða klappliðið mitt, og markmiðið var líka að þakka fyrir þann stuðning sem ég hef fengið síðan ég greinist,“ segir Elsa. Í gleðskapnum stóð til að Elsa myndi láta raka af sér hárið umvafin sínum nánustu. Í þeim hópi er Brynja Gísladóttir sem ákvað að láta sitt hár einnig fjúka og styðja þannig kæra vinkonu. Rætt var við vinkonurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2: Brynja segir krabbameinsgreiningu Elsu hafa verið mikið áfall. „Maður verður svo varnarlaus og langar að gera allt sem maður getur til að aðstoða. Ég myndi gera allt fyrir hana. Svo er ekkert mikið sem maður getur gert, nema bara að vera til staðar,“ segir Brynja. „En ég vissi að hún kveið dálítið fyrir því að missa hárið þar sem hún er vön að vera með sítt og slegið hár.“ Væntumþykja og grátur Myndband úr gleðskapnum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum, ekki síst vegna einlægra viðbragða Elsu við uppátæki vinkonu sinnar. „Ég kem inn í stofu og þá var byrjað að raka af henni hárið líka og ég varð bara kjaftstopp,“ segir Elsa og hlær. „Ég fór bara að gráta og þessi mikla væntumþykja kom upp. Svona stuðningur gefur manni svo mikið og maður verður bara að njóta hvers dags. Hárið vex aftur og þetta er bara svo fallegur kærleikur.“ Að neðan má sjá Tiktok-myndbandið sem hefur vakið mikla athygli: Elsa segir allan stuðning afar mikilvægan í bataferlinu. Bæði þann sem hún hefur sótt til vina og þann sem hún fengið frá Ljósinu. „Ljósið er náttúrulega alveg ótrúleg þjónusta fyrir fólk með krabbamein. Og það sem mér finnst fallegt við Ljósið er að þetta er ekki síður endurhæfing fyrir þá sem greinast með krabbamein áður en það er farið í aðgerðir, lyfjameðferðir og hvað annað sem tekur við. Sú endurhæfing skiptir svo miklu máli. Þar eru sjúkraþjálfar, iðjuþjálfar og margir sem hlúa að manni og það er svo mikilvægt“ segir Elsa og bætir við að hún finni fyrir miklu þakklæti fyrir starfsemina. Hún hvetur konur til þess að fara í skimun fyrir brjóstakrabbameini. „Mig langar að hvetja konur að fara reglulega í brjóstaskoðun og fylgjast með. Við erum því miður allt of margar sem eru m að greinast.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira