Kelce bræðurnir seldu hlaðvarpið sitt á tæplega þrettán milljarða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2024 07:01 Gríðarlegt magn af íþróttafólki hefur reynt fyrir sér í hlaðvarpi en fátt þeirra kemst með tærnar þar sem þessir eru með hælana. David Calvert/Getty Images Bræðurnir Jason og Travis Kelce halda úti einu vinsælasta hlaðvarpi Bandaríkjanna. Þó bræðurnir eigi fyrir salti í grautinn eftir glæsta ferla í NFL-deildinni, öðrum þeirra er ekki einu sinni lokið, þá má með sanni segja að þeir hafi haslað sér völl í heimi hlaðvarpanna. Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag. NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Jason og Travis eru með þekktari bræðrum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sá fyrrnefndi lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril í NFL-deildinni á meðan Travis framlengdi samning sinn við ríkjandi meistara Kansas City Chiefs nú í sumar. Það er greinilegt að drengirnir hafa verið byrjaðir að leggja drög að því hvað skildi gera eftir að skórnir færu á hilluna og því ákváðu þeir að byrja með sitt eigið hlaðvarp árið 2022. Heitir það New Heights og varð fljótlega eitt vinsælasta íþróttahlaðvarp Bandaríkjanna. Kylie being the big spoon seems accurate 😅 @JasonKelce | @newheightshow | @Eagles pic.twitter.com/xUcNuKYQAu— NFL (@NFL) August 27, 2024 Það hjálpaði hversu opnir þeir voru í þáttunum þar sem þeir ræddu fjölskyldulífið þegar þeir voru yngri, lífið í NFL, ástarmál og allt milli himins og jarðar. Jason er giftur þriggja barna faðir og hefur eiginkona hans, Kylie Kelce sem og börn þeirra, reglulega stungið inn höfðinu þegar þeir bræður eru að taka upp hlaðvarpsþætti sína. Þá jukust vinsældir þáttanna enn frekar þegar í ljós kom að Travis væri byrjaður að hitta poppgyðjuna Taylor Swift. Samkvæmt mælingum var samstarf bræðranna fjórða vinsælasta hlaðvarp Bandaríkjanna á fyrsta ársfjórðingi ársins. Nú hefur The Athletic greint frá því að Amazon, í gegnum hlaðvarpsveituna Wondery, hafi keypt hlaðvarpið fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða rétt rúmlega 13 milljarða íslenskra króna. Mun Wondery þar með stýra auglýsingum hlaðvarpsins sem og það verður nú aðgengilegt fyrr – og án auglýsinga – ef þú ert meðlimur Wondery. WE’RE BAAAAAAACK!!!Season 3 premieres TOMORROW and we've got an absolute banger of an episode to kick it off 🙌 pic.twitter.com/LdJtH9lofz— New Heights (@newheightshow) August 27, 2024 „Við gætum ekki verið spenntari fyrir komandi samstarfi með Wondery,“ segja bræðurnir er kaupin voru tilkynnt. New Heights er að fara inn í sitt þriðja tímabil og kemur fyrsti þátturinn út í dag, miðvikudag.
NFL Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn