VG er týnd Kjartan Valgarðsson skrifar 28. ágúst 2024 11:00 Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Vinstri græn Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leita rótanna, fara til upprunans, ef maður skilur formann flokksins, Guðmund Inga Guðbrandsson, rétt. Hann vill róttækari VG: „Þannig við þurfum að leita í ræturnar og ákveða hvar viljum við staðsetja okkur í næstu kosningum og í mínum huga þarf það að vera vel til vinstri“ skv. mbl.is Það er í sjálfu sér athyglisvert að sjá viðurkenningu frá formanni flokksins um að flokkinn hafi borið af leið. VG liðar hafa hingað til ekki viljað viðurkenna að neitt hafi verið gagrýnisvert við samstarfið við frjálshyggjuna, þrátt fyrir mikla gagnrýni, ekki síst úr eigin röðum. Orð Drífu Snædal, á leíðinni út um dyrnar, hafa orðið að áhrínisorðum, spádómi sem rættist. En það er ekki aðalatriðið. Ég staldra við tvennt í orðum formannsins: „róttækni“ og „rætur“. Guðmundur Ingi telur, skv. viðtölum við hann í fjölmiðlum, að róttækni flokksins felist í feminisma, umhverfisstefnu, alþjóðlegri friðarhyggju og félagslegu jafnrétti. Það er venja að skilgreina VG sem flokk sem er róttækari en t.d. Samfylkingin. En er það svo? Verða flokkar og forystufólk ekki meir dæmd af verkum en orðum? Hvar er róttæknin í þeim leiðangri sem VG hefur verið í með frjálshyggjunni á Íslandi undanfarin 7 ár? Róttæknin verður hvorki skoðuð né skilgreind án samhengis við „ræturnar.“ Guðmundur Ingi telur, að því best verður séð, að rætur flokksins liggi í fyrrnefndum áherslumálum, feminisma, umhverfisstefnu, friði og félagshyggju (hvað þýðir það nákvæmlega?). Það sem vekur athygli er að formaðurinn nefnir ekki verkalýðshreyfinguna einu orði, eða verkafólk, launafólk, verkalýðsbaráttu, kjarabaráttu, eða annað sem ég tel að rími betur við „róttækni“. Ekkert verkalýðsmálaráð er í VG. Ef maður skoðar heimasíður „systurflokkanna“ á Norðurlöndum, þessara venjulegu 5% flokka sem oftast eru taldir vinstra megin við sósialdemókratana, þá velkjast þeir ekki í neinum vafa um hvar rætur þeirra liggja: Í verkalýðshreyfingunni. Ef við leggjum þessa skilgreiningu til grundvallar þá er Samfylkingin róttækari en VG. Samfylkingin vinnur þétt með verkalýðshreyfingunni, við störfum saman á vettvangi SAMAK, samstarfsvettvangi jafnaðarflokka og alþýðusambanda Norðurlanda, þar á Ísland tvo fulltrúa: Samfylkinguna og ASÍ. Án þess að hér sé verið að efna til keppni í hver er róttækastur. Ef að líkum lætur mun Samfylkingin stilla forystufólki úr verkalýðshreyfingunni á framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar, í örugg sæti. Og þar með praktísera það sem hún predikar. Sheri Berman er stjórnmálafræðiprófessor við Bernard háskólann í New York. Hún hefur m.a. sérhæft sig í sögu og eðli jafnaðarmannaflokka í Evrópu, hún dvaldi í Þýskalandi og Svíþjóð til að skoða jafnaðarmannaflokkana þar sérstaklega. Í stuttu máli þá taldi hún að flokkarnir hefðu yfirgefið venjulegt vinnandi fólk og lagt í staðinn áherslu á alls konar menningarbundna hluti, alþjóðahyggju, friðarstefnu, umhverfisstefnu, feminisma en gleymt verkafólki. Orð hennar ber ekki að skoða svo að þessi stefnumál eða hugmyndir séu óverðug á neinn hátt, heldur bendir hún á að rætur jafnaðarmanna liggi í verkalýðshreyfingunni og að barátta jafnaðarmanna eigi að snúast um kjör og lífsaðstæður vinnandi fólks. Hún nefnir sem dæmi baráttu portúgalskra sósíalista í „grísku kreppunni“, þar börðust þeir af hörku gegn niðurskurðinum og veikingu velferðarkerfisins, unnu kosningar, gerðu meira og minna sem þeir sögðu og unnu svo næstu kosningar einnig. Þessa grein má skoða sem vinsamlegar ábendingar til VG í aðdraganda flokksþings þeirra. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Garðabæ.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun