Ein þjóð í einu landi Þorgrímur Sigmundsson skrifar 28. ágúst 2024 12:32 Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Miðflokkurinn Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Öryggi Ítrekað hefur verið sýnt fram á áhugaleysi núverandi stjórnvalda á málefnum landsbyggðarinnar þrátt fyrir allar þær tekjur sem hún skaffar ríkissjóði. Má þar t.d.benda á tekjur ríkisins er berast frá Fjarðabyggð sem skilar einna hæstu tekjum í ríkissjóð per íbúa. Hvað fær Fjarðabyggð til baka í þjónustu frá hinu opinbera t.d. í formi heilbrigðisþjónustu, skólaþjónustu eða samgöngumálum? Þau atriði sem brenna m.a. á landsbyggðarfólki eru samgöngur sem hafa að vísu farið mjög batnandi á hluta Suðurlands (í kjördæmi fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra) undanfarin fjögur eða fimm ár en aðrir landshlutar búa enn við lélega og jafnvel ónýta vegi, jafnvel lífshættulega. Það er öryggismál. En nú rétt þremur vikum áður en þing kemur saman birtist þjóðinni endurskoðaður samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins og viðbótin hljóðar uppá 141 milljarð þ.e. rúmar eitthundrað fjörtíu og eitt þúsund milljónir. Sem þýðir að heildaráætlunin hljóðar uppá 311 milljarða eða rúmlega þrjúhundruð og ellefu þúsund milljónir í stað þeirra 120 milljarða sem áætlaðir voru 2019. Á sama tíma bíða nauðsynlegar vegabætur á austurlandi og nýjar brýr yfir Skjálfandafljót við Húsabakka og við Goðafoss (þjóðvegur 1) frestast. Þá eru auk þess boðað af fyrrverandi innviðaráðherra (núverandi fjármálaráðherra) að hefja gjaldtöku í öll jarðgöng og hugsanlega víðar. Og það þrátt fyrir að hafa verið afar skýrmæltur í kosningabaráttu um að ekki kæmi til greina að leggja vegtolla á vegfarendur „Getum við ekki verið öll sammála um það?“ Tvískinnungur Nú eru að berast þau skilaboð frá stjórnvöldum að leggja skuli kílómetragjald á bifreiðar. Skynsamir sjá að landsbyggðarfólk þarf að sækja sér aðdrætti um langan veg sem stærstur hluti landsmanna þarf ekki. Það skýtur því skökku við að áformað kílómetragjald skulu leggjast þyngst á landsbyggðina og íbúa hennar, fólkið sem þarf að skrölta lökustu vegina. Notkun bifreiða fer ekki eingöngu eftir eknum kílómetrum heldur einnig tíma sem bílvél er í gangi t.d. í umferðarteppu eða á rauðu ljósi en það telur ekki í þessum 101 miðuðu útfærslum. Núverandi tillögur um kílómetragjald munu vega þyngst á landsbyggðinni enda allir aðdrættir komnir um langan veg. Hugmyndir stjórnvalda varðandi bann við nýskráningu bensín og dísel bíla eru í besta falli skýjaborgir sem allir heilvita menn sjá að eru óraunhæfar a.m.k. næstu áratugi. Frasar á borð að þeir borgi sem noti eru í besta falli aðhlátursefni, enda gildir það lögmál nú þegar í núverandi kerfi. Þeir sem aka mest og á þyngstu bílunum nota mesta eldsneytið og greiða þ.a.l. mest í ríkissjóð. Sama gildir um innanlandsflugið þrátt fyrir misheppnaða tilraun varðandi loftbrú er það vart á færi venjulegs fólks að fljúga innanlands og það neyðist því til að keyra illa farna vegi landsins gegn vilja stjórnvalda ( sem vilja draga úr umferð) á boðuðu kílómetragjaldi. Allt er þetta hinn mesti tvískinnungur. Vegna þess að þessi akstur og eða flugferðir eru oftar en ekki ekkert val. Þetta er pólitísk stefna. Stefna sem um langt skeið hefur snúist um að þjappa nauðsynlegri opinberri þjónustu á höfuðborgarsvæðið með tilheyrandi kostnaði samanber uppbyggingu Landsspítalans á umferðareyju við Hringbraut. Landsbyggðin þarf ekki fleiri þverhandarþykkar skýrslur um stöðu mála. Heldur miklu frekar almennar aðgerðir sem gera hana eftirsóknarverðari fyrir fólk og fyrirtæki. Við erum ein þjóð í einu landi Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun