Hátt í hundrað manns með magakveisu eftir hálendisferðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 13:13 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hafði vonast til að búið væri að ná tökum á sýkingunni en því miður hafi fólk veikst síðustu daga. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist vita til þess að hátt í hundrað manns hafi fengið magakveisu á hálendinu síðustu daga en hluti hópsins hefur fengið staðfesta nóróverusýkingu. Vonir stóðu til að hópsýkingin, sem tengist ferðamannastöðum á hálendinu, væri yfirstaðin en sóttvarnalæknir segir að fólk sé enn að veikjast. Hin bráðsmitandi nóróvera hefur undanfarnar vikur greinst í sýnum hjá fólki sem sótti fjölsótta ferðamannastaði á hálendinu nýverið. Allmargir hópanna sem fengu magakveisuna voru á ferð um eða við Landmannaleið eða í gönguferð eftir Laugaveginum. Umfang sýkingarinnar virðist ansi mikið, Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. „Það virðist vera að um eða yfir hundrað manns hafi veikst þarna en við erum ekki með nákvæma tölu, þetta er ekki þess eðlis að við fáum það en við höfum fengið þessar spurnir í gegnum stýrihóp sem vinnur í þessum málum. Veikindin hafa verið væg oftast og gengið fljótt yfir og helstu einkenni hafa verið uppköst.“ Talið er að sýkingin hafi byrjað á Rjúpnavöllum. „Þar var stærsti hópurinn, þar greindist nóróveira og við fengum þónokkuð af sýnum þaðan. En það kom ekki úr vatninu, sýni úr vatninu var sent þaðan og reyndist neikvætt fyrir Nóró en síðan voru smit líka í skálum á Laugaveginum og þar fengum við reyndar ekki mörg sýni en það greindist nóróveira úr sýnum frá hópi barna sem voru þarna á ferðalagi.“ Veiran getur lifað lengi á yfirborðsflötum Nóveiran er afar smitandi en Guðrún segir að persónulegar sóttvarnir og hreinlæti skipti höfuðmáli. Ekki sé nóg að spritta hendurnar. „Það þarf að þvo hendurnar með sápu og vatni og það sama á við um umhverfi; það þarf að sinna hreinlæti. Bæði þarf að þvo og sótthreinsa með klórblöndu. Lín, rúmfatnaður og handlæði þarf að þvo á hæsta hita sem er hægt, minnsta kosti 60 gráðum og helst þurrka í þurrkara því þetta getur lifað ansi lengi á yfirborðum þannig að það þarf að sinna þessu vel líka.“ Sóttvarnayfirvöld höfðu gert sér vonir um að hafa náð utan um sýkinguna en fólk sé þó því miður enn að veikjast. „Við höfum heyrt það núna síðustu daga að það hafa verið að koma upp einhver veikindi þó þau hafa gengið fljótt yfir þannig að það er kannski ekki alveg útséð með það. Það getur verið að það þurfi að gera meira í því að komast að upprunanum,“ segir Guðrún. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Rangárþing eystra Tengdar fréttir Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10 Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Hin bráðsmitandi nóróvera hefur undanfarnar vikur greinst í sýnum hjá fólki sem sótti fjölsótta ferðamannastaði á hálendinu nýverið. Allmargir hópanna sem fengu magakveisuna voru á ferð um eða við Landmannaleið eða í gönguferð eftir Laugaveginum. Umfang sýkingarinnar virðist ansi mikið, Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. „Það virðist vera að um eða yfir hundrað manns hafi veikst þarna en við erum ekki með nákvæma tölu, þetta er ekki þess eðlis að við fáum það en við höfum fengið þessar spurnir í gegnum stýrihóp sem vinnur í þessum málum. Veikindin hafa verið væg oftast og gengið fljótt yfir og helstu einkenni hafa verið uppköst.“ Talið er að sýkingin hafi byrjað á Rjúpnavöllum. „Þar var stærsti hópurinn, þar greindist nóróveira og við fengum þónokkuð af sýnum þaðan. En það kom ekki úr vatninu, sýni úr vatninu var sent þaðan og reyndist neikvætt fyrir Nóró en síðan voru smit líka í skálum á Laugaveginum og þar fengum við reyndar ekki mörg sýni en það greindist nóróveira úr sýnum frá hópi barna sem voru þarna á ferðalagi.“ Veiran getur lifað lengi á yfirborðsflötum Nóveiran er afar smitandi en Guðrún segir að persónulegar sóttvarnir og hreinlæti skipti höfuðmáli. Ekki sé nóg að spritta hendurnar. „Það þarf að þvo hendurnar með sápu og vatni og það sama á við um umhverfi; það þarf að sinna hreinlæti. Bæði þarf að þvo og sótthreinsa með klórblöndu. Lín, rúmfatnaður og handlæði þarf að þvo á hæsta hita sem er hægt, minnsta kosti 60 gráðum og helst þurrka í þurrkara því þetta getur lifað ansi lengi á yfirborðum þannig að það þarf að sinna þessu vel líka.“ Sóttvarnayfirvöld höfðu gert sér vonir um að hafa náð utan um sýkinguna en fólk sé þó því miður enn að veikjast. „Við höfum heyrt það núna síðustu daga að það hafa verið að koma upp einhver veikindi þó þau hafa gengið fljótt yfir þannig að það er kannski ekki alveg útséð með það. Það getur verið að það þurfi að gera meira í því að komast að upprunanum,“ segir Guðrún.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Rangárþing eystra Tengdar fréttir Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10 Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12
Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23