Þrettán ára börn ósjálfbjarga vegna drykkju á Menningarnótt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2024 20:01 Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg segir drykkju unglinga hafa aukist. vísir/sigurjón Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“ Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Miðbæjarathvarfið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og lögreglu og fengu þau athvarf í safnaðarheimili dómkirkjunnar á menningarnótt. Um er að ræða verklag sem viðhaft er á viðburðum þar sem líklegt þykir að börn- og unglingar safnist saman. „Þá erum við með félagsráðgjafa þar inni og starfsmenn félagsmiðstöðva og lögreglu sem taka á móti þeim unglingum sem gönguteymin koma með inn. Þetta eru þá börn sem þurfa á aðstoð að halda vegna ölvunar eða annarra vandamála,“ segir Andrea Marel Þorsteinsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs í frístundamiðstöðvum hjá Reykjavíkurborg. Mjög ölvuð í hættu Athvarfið var þétt setið á menningarnótt og voru börnin sem nýta þurftu þjónustuna allt niður í þrettán ára. „Því miður eru þau börn sem við erum að taka á móti mjög illa á sig komin. Mjög ölvuð, jafnvel ósjálfbjarga og eru bara í mikilli hættu.“ Sterkt áfengi verði fyrir valinu Hún segir börnin drekka sterkt áfengi og jafnvel landa. „Landinn hefur nýlega verið að koma aftur og það er mjög hættulegt því þau eru að verða veik af þessu áfengi sem þau eru að drekka.“ Og segist Andrea vita til þess að börnin kaupi áfengi meðal annars í gegnum samfélagsmiðla. Byrjað var að veita þjónustuna um klukkan hálf sex á laugardaginn og segir Andrea að stuttu eftir opnun hafi þau tekið á móti fyrsta barninu. „Það þarf líka að hafa í huga að það er ýmislegt að gerast snemma um kvöld. Þetta er ekki bara seint um kvöld eða í kringum flugeldasýninguna. Við erum strax að byrja að vera vör við alvarleg vandamál mjög snemma dags.“ Starfsfólk félagsmiðstöðva gekk um í bláum jökkum til að vera börnum til halds og trausts.vísir/sigurjón Drykkja unglinga hafi aukist milli ára auk hnífaburðar og hótana. „Við vorum búin að ná góðum tökum á þessu og þetta var orðin ákveðin jaðarhegðun hjá börnum á grunnskólastigi. En núna því miður er þetta að verða algengara og algengara og ég held að við sem samfélag þurfum að taka höndum saman og stemma sigu við þessari þróun.“
Börn og uppeldi Menningarnótt Áfengi og tóbak Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00 Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Börn fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju. 1. apríl 2024 23:00
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06