Fengu ekki vitneskju um slys níu dögum fyrir banaslys Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2024 17:15 Íshellir í Breiðamerkurjökli. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund. Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn. Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Steinunn Hödd Harðardóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Slysið varð í ferð á vegum Niflheima en einn eigendanna var til viðtals á Vísi um banaslysið í jöklinum í gær. Birgir Þór Júlíusson sagði þá að um tveimur vikum áður en slysið átti sér stað á sunnudaginn hefði lítið stykki dottið úr ísnum og á hjálm ferðamanns sem var í göngu um hellinn með fyrirtæki hans. Birgir sagði að atvikið hefði verið tilkynnt og til sé atvikaskýrsla um málið. „Hann vankaðist en svo hélt hann áfram með túrinn og hringinn í kringum landið. Þetta var í sömu rás. Slysin gerast og við tökum þeim alvarlega,“ sagði Birgir. Það hafi verið fyrsta alvarlega slysið sem hafi átt sér stað í ferð hjá honum í þau tíu ár sem hann hafi unnið við þetta. Vatnajökulsþjóðgarður segist ekki hafa fengið þær upplýsingar. Hafa gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina „Við fengum ekki vitneskju um það fyrr en núna í fréttum. Það skilaði sér ekki til Vatnajökulsþjóðgarðs. Ég er alveg óhrædd við að segja að við höfum gagnrýnt fyrirtækin í gegnum tíðina fyrir að koma upplýsingum um slys og óhöpp sem verða í ferðum ekki nægilega skýrt og skilmerkilega til okkar.“ Steinunn Hödd Harðardóttir er þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði.Vísir/MagnúsHlynur Steinunn segir það gagnrýnisvert að Vatnajökulsþjóðgarður hafi ekki fengið upplýsingar um slysið sem varð þann 16. ágúst og að fyrirtækið sem sá um ferðina hefði átt að koma því áleiðis. Að sögn Steinunnar er banaslysið á sunnudaginn fyrsta slysið sem þau heyra af inni í íshelli á svæðinu. Hefði getað komið fyrir hvern sem er „Það er gagnrýnisvert að fyrirtækin upplýsi ekki um þau slys sem að verða. Við erum ótrúlega heppin að það hafa ekki orðið mörg slys í gegnum tíðina. Vissulega er alltaf hætta á að fólk slasi sig og öklabrotni eða meiði sig á fótum þegar það er á gangi í þessu landslagi.“ Hún tekur fram að þjóðgarðurinn sé þó búinn að vera í góðum samskiptum við flest öll fyrirtækin á svæðinu. Það sé þó ýmislegt að það sé margt sem megi færa til betri vega. „Það sem ég er kannski mest hugsi yfir er að þetta hefði getað komið fyrir hvern sem er sem er í þessum ferðum. Það er hrein óheppni að þetta falli á þennan tiltekna hóp. Mér finnst að allir sem hafa verið að bjóða upp á þessar ferðir og þeir sem eru að selja þessar ferðir verði að líta í sinn eigin barm og axla ábyrgð í þessu máli,“ segir Steinunn um banaslysið á sunnudaginn.
Slys á Breiðamerkurjökli Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Tengdar fréttir Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23 Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38 „Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Ice Pic Journeys harma slysið á Breiðamerkurjökli „Við hjá Ice Pic Journeys hörmum mjög það slys sem átti sér stað í Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag í ferð á okkar vegum. 29. ágúst 2024 16:23
Ekki tímabært að velta fyrir sér manndrápi af gáleysi Rannsókn varðandi banaslys á Breiðamerkurjökli, þegar einn lést og einn slasaðist á sunnudaginn eftir íshrun, miðar vel áfram. 29. ágúst 2024 15:38
„Ég horfði á stykkið og sólina baka það“ Birgir Þór Júlíusson kom að bandaríska manninum sem lést í slysi á Breiðamerkurjökli á sunnudag. Hann reyndi endurlífgun en án árangurs. Birgir Þór er einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Niflheima sem skipuleggur íshellaskoðun í jöklinum. Birgir var í hellinum rétt áður en hann hrundi og varaði annan leiðsögumanninn sem var á leið inn við því að stykki í hellinum gæti hrunið. 28. ágúst 2024 23:38