Félagið staðfesti það á heimasíðu sinni að Mount yrði ekki með í næstu leikjum. Liðið leikur næst gegn Liverpool á sunnudaginn áður en landsleikjahlé tekur við.
„Ég vil að þið heyrið frá mér sjálfum hversu pirraður ég er, eins og ég get ímyndað mér að þið séuð líka. Ég mun gera allt til að ná aftur mínu besta formi og hjálpa liðinu,“ skrifaði Mount meðal annars í Instagram færslu sinni þar sem hann sagði frá meiðslunum.

Hann var fenginn til félagsins í fyrra frá Chelsea á 55 milljónir punda en hefur aðeins komið við sögu í 20 leikjum fyrir Manchester United vegna síendurtekinna meiðsla.
Hann meiddist einnig í læri í öðrum deildarleiknum í fyrra, þá gegn Tottenham. Í nóvember meiddist hann svo á kálfa og missti fjóra heila mánuði úr.
Hann bætist við meiðslalista Manchester United sem telur nú: Luke Shaw, Tyrell Malacia, Leny Yoro, Victor Lindelöf og Rasmus Höjlund.