Gott að eldast á Vestfjörðum Alberta Gullveig Guðbjartsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 12:32 Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni. Sex svæði á landinu voru valin til þátttöku í þróunarverkefnum um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þar á meðal á Vestfjörðum, þar sem Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður og sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, ásamt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa í samvinnu við að efla og þróa þjónustu fyrir eldra fólk. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum og ætlað til þess að vera leiðarvísir um skýra framtíðarsýn og heildræna nálgun í málefnum eldra fólks. Virkni og vellíðan eldra fólks Með verkefninu er sérstök áhersla lögð á virkni og vellíðan eldra fólks til þess að draga úr áhættu á félagslegri einangrun og einmanaleika. Með því að styðja heilsu og vellíðan, félagslega þátttöku og öryggi eldra fólks má hafa jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Tækifærin á Vestfjörðum eru fjölmörg til þess að efla aldursvænt samfélag. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Tengiráðgjafi til starfa Það verður í höndum tengiráðgjafa, sem nýverið hóf störf fyrir sveitarfélögin innan þróunarverkefnis Gott að eldast á Vestfjörðum, að huga að verkefnum sem styðja við einstaklinga til virkni og vellíðanar. Við búum að verðmætum tækifærum til þátttöku, heilsueflingar, félagsstarfs, fræðslu og tómstunda eldra fólks í samfélaginu okkar. Markmið okkar ætti að vera að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni fólks til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Tengiráðgjafi er til taks fyrir einstaklinga sem og aðstandendur eldra fólks. Einnig tengir hann íbúa við bjargir sem fyrir eru í samfélaginu og fjölbreytt úrval virkni úrræða. Undirstaðan í starfi tengiráðgjafa er að styðja við fólk til að geta átt gefandi líf alla ævi. Höfundur er tengiráðgjafi Gott að eldast á Vestfjörðum. Gott að eldast – Hér má lesa aðgerðaráætlun í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Ísafjarðarbær Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú standa stjórnvöld fyrir vegferðinni „Gott að eldast“ þar sem tekið er utan um málefni eldra fólks með nýjum hætti þar sem aðgerðaráætlun er fylgt eftir til að tryggja betri þjónustu við eldra fólk, meðal annars með samþættingu á þjónustu, forvörnum, heilsueflingu og aukinni virkni. Sex svæði á landinu voru valin til þátttöku í þróunarverkefnum um samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þar á meðal á Vestfjörðum, þar sem Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður og sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, ásamt Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa í samvinnu við að efla og þróa þjónustu fyrir eldra fólk. Verkefnið er styrkt af stjórnvöldum og ætlað til þess að vera leiðarvísir um skýra framtíðarsýn og heildræna nálgun í málefnum eldra fólks. Virkni og vellíðan eldra fólks Með verkefninu er sérstök áhersla lögð á virkni og vellíðan eldra fólks til þess að draga úr áhættu á félagslegri einangrun og einmanaleika. Með því að styðja heilsu og vellíðan, félagslega þátttöku og öryggi eldra fólks má hafa jákvæð áhrif á lífsgæði þeirra. Tækifærin á Vestfjörðum eru fjölmörg til þess að efla aldursvænt samfélag. Horfa þarf til styrkleika, mikilvægi framlags og þátttöku eldra fólks sem ávinning fyrir einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Tengiráðgjafi til starfa Það verður í höndum tengiráðgjafa, sem nýverið hóf störf fyrir sveitarfélögin innan þróunarverkefnis Gott að eldast á Vestfjörðum, að huga að verkefnum sem styðja við einstaklinga til virkni og vellíðanar. Við búum að verðmætum tækifærum til þátttöku, heilsueflingar, félagsstarfs, fræðslu og tómstunda eldra fólks í samfélaginu okkar. Markmið okkar ætti að vera að tryggja og viðhalda andlegri, félagslegri og líkamlegri færni fólks til að njóta efri áranna eftir vilja og getu hvers og eins. Tengiráðgjafi er til taks fyrir einstaklinga sem og aðstandendur eldra fólks. Einnig tengir hann íbúa við bjargir sem fyrir eru í samfélaginu og fjölbreytt úrval virkni úrræða. Undirstaðan í starfi tengiráðgjafa er að styðja við fólk til að geta átt gefandi líf alla ævi. Höfundur er tengiráðgjafi Gott að eldast á Vestfjörðum. Gott að eldast – Hér má lesa aðgerðaráætlun í heild sinni.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun