Svarar engu um framboð til formanns Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2024 13:05 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira