Rekur yfirmann flughersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 07:30 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti stendur hér við F-16 þotu. AP Photo/Efrem Lukatsky Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur rekið yfirmann úkraínska flughersins eftir að ein af herþotum flughersins fórst. Flugmaður F-16 herþotu, sem Úkraínuher fékk nýlega að gjöf, lést þegar vélin hrapaði. „Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust. Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
„Ég hef tekið ákvörðun um að skipta út yfirmanni flughersins... Ég verð ávallt þakklátur flugmönnunum í hernum okkar,“ sagði Selenskí í myndbandsávarpi sem hann birti í gærkvöldi. Í myndbandinu minntist Selenskí á nauðsyn þess að vernda líf þeirra sem vernda Úkraínu. Í ávarpinu greinir hann ekki frá ástæðunni fyrir ákvörðuninni að skipta út Mykola Oleshchuk en fólk hefur leitt af því líkum að hún byggi á hrapi F-16 þotu í fyrradag. Oleksiy Mes, flugmaður þotunnar, fórst í slysinu. Afhending F-16 þotanna, sem Úkraína fékk að gjöf frá nokkrum Evrópuríkjum, dróst nokkuð á langinn vegna þeirrar tímafreku þjálfunar sem þarf til, bæði fyrir flugmenn og starfsmenn hersins á jörðu niðri, til að nota flugvélarnar. Mannleg mistök eða vélarbilun Ýjað hefur verið að því víða að flugvélin hafi verið skotin niður af Rússum en bandaríski herinn telur ólíklegt að svo sé. Líklegra sé að annað hvort hafi komið upp vélarbilun eða flugvélin hafi hrapað vegna mannlegra mistaka. Slysið hefur fengið mjög á Úkraínumenn enda hefur rússneski herinn á sama tíma sótt mjög á og náð undir sig nokkru landsvæði í austurhluta landsins. Rússar nálgast borgina Pokrovsk óðfluga og hefur stjórn úkraínska herisins og Selenskí sjálfur sætt mikilli gagnrýni. Rússar hafa svo mánuðum skiptir stefnt að því að ná Pokrovsk undir sitt vald. Staðsetning borgarinnar, sem er námuborg, er talin hernaðarlega mikilvæg. Síðustu mánuði hefur lítið gengið en á nokkrum vikum hafa Rússar nálgast markmiðið. Í gær var greint frá því að rússneski herinn væri minna en 10 kílómtera frá borginni og var hún rýmd í snarhasti. Um 60 þúsund bjuggu í borginni fyrir stríð. Eins gerðu Rússar loftárás á íbúahverfi í Kharkív í gær. Minnst fimm fórust, þar á meðal barn, og fjörutíu særðust.
Úkraína Rússland Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24 Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. 30. ágúst 2024 18:24
Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40
Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. 26. ágúst 2024 11:00