Arsenal borgaði Real Sociedad tæpar 32 milljónir punda fyrir leikmanninn eða 5,7 milljarða króna.
Hinn 28 ára gamli Merino náði þó ekki að klára fyrstu æfinguna sína. Þessi öflugi miðjumaður endaði fyrsta daginn upp á spítala.
Merino æfði í fyrsta sinn á fimmtudaginn og það voru vonir til þess að hann gæti tekið þátt í leiknum á móti Brighton í dag.
Af því verður þó ekki.
Merino lenti í samstuði á æfingunni og meiddist á öxl. Hann verður frá keppni í nokkrar vikur.
„Þetta var mjög óheppilegt. Hann lenti í samstuði í gær og meiddist því miður á öxlinni. Hann var virkilega spenntur og allt leit vel út. Hann lenti á grasinu og Gabi lenti ofan á honum. Það lítur út fyrir að hann hafi brotið eitthvað í öxlinni,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. BBC segir frá.
„Við verðum að sjá til. Hann fann mjög mikið til og við þurfum því að fá niðurstöður úr fleiri prófum,“ sagði Arteta.
Arsenal vann Wolves og Aston Villa í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Brighton á Emirates í dag. Brighton er líka með fullt hús eftir sigur á Manchester United um síðustu helgi.
🚨🔴⚪️ Bad news for Arsenal as Mikel Merino is injured.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2024
“He has a shoulder injury and it looks like he will be out for a few weeks”.
“He landed on the floor and Gabi landed on top of him, it's a fracture probably”, Arteta says via @NizaarKinsella. pic.twitter.com/ZnKHWIoVdf