Bergrós þarf að eiga svakalegan sunnudag ætli hún á pall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2024 10:30 Bergrós Björnsdóttir hefur áður átt frábæran lokadag og nú þarf hún að endurtaka leikinn. @bergrosbjornsdottir Bergrós Björnsdóttir er í sjötta sæti fyrir síðasta daginn á heimsleikum unglinga í CrossFit en mótið fer fram um helgina í Bandaríkjunum. Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti. CrossFit Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild Sjá meira
Bergrós er að keppa í flokki sextán til sautján ára en hún vann bronsverðlaun í þessum flokki á heimsleikunum í fyrra. Nú þarf okkar kona að eiga svakalegan lokadag ætli hún að komast aftur á verðlaunapallinn. Bergrós er með 265 stig eftir fyrstu fimm greinarnar en það eru þrjár greinar á síðasta deginum. Það eru því þrjú hundruð stig í pottinum ennþá. Selfyssingurinn er sextán stigum frá þriðja sætinu þar sem situr ríkjandi heimsmeistari Lucy McGonigle frá Írlandi. Það er mikil spenna því Bergrós er bara fimm stigum frá fimmta sætinu og átta stigum frá því fjórða. Efstar eru tvær bandarískar stelpur, Reese Littlewood (336 stig) er 71 stigi á undan Bergrósu og Elsie Larson (322) er 57 stigum á undan okkar konu. Littlewood fékk 196 stig út úr tveimur síðustu greinum og tók með því forystuna. Bergrós vann þriðju greinina og náði sjöunda sæti í fjórðu grein. Hún fékk því 64 prósent stiga sinna í þessum tveimur greinum en endaði síðan fjórtánda eða neðar í hinum þremur greinunum. Bergrós átti svakalega endurkomu á heimsleikunum í fyrra og þekkir það því vel að koma öflug inn á lokakaflanum. Vonandi tekst henni að endurtaka leikinn í dag. Ísland átti líka tvær konur á heimsleikum öldunga. Hjördís Ósk Óskarsdóttir frá Crossfit XY keppti í flokki 40 til 44 ára og í flokki 45-39 ára keppti Ingunn Lúðvíksdóttir frá Crossfit Sport. Ingunn endaði í fimmtánda sæti en Hjördís Ósk varð í 28. sæti.
CrossFit Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild Sjá meira