„Ef menn eru að henda sér niður trekk í trekk þá á að gefa spjald“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:29 Heimir á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, segir að það hafi verið þungt að þurfa að kyngja 3-0 tapi gegn Stjörnunni í kvöld. „Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum. Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
„Í þessum leik vorum við bara sjálfum okkur verstir. Fyrsta markið er þannig að við opnum svæði á milli varnarinnar sem Stjörnumenn eru góðir að nýta og svo er þetta eitthvað laflaust skot sem fer í markið,“ sagði Heimir í leikslok. „Svo vorum við ekki klárir í öðru markinu í seinni boltana, en við þurfum bara að átta okkur á því að við þurfum að fara að læra. Þetta var leikur sem gat komið okkur í Evrópusæti. Fyrir utan kannski fyrstu 25 mínúturnar þá fannst mér við vera miklu betri. En við töpum leiknum og það eru vonbrigði.“ Þá segir Heimir einfalda ástæðu fyrir því að FH-ingum hafi mistekist að taka forystuna í leiknum, þrátt fyrir að hafa oft og tíðum skapað sér álitlegar stöður. „Ákvarðanatakan á síðasta þriðjungi. Við þurfum bara of mörg færi í hverjum leik til að skora. Við höfum bætt það reyndar frá því í fyrra, en svo erum við að gera einföld mistök og ef þú spólar til baka og ferð í Valsleikinn sem fór 2-2 þá fengu þeir tvö færi og kláruðu þau. Þeir voru klínískir á meðan við þurftum einhver 6-7 færi til að skora tvö mörk. Það er ekki nógu gott og því miður héldum við að við værum búnir að laga þetta, en það er ekki svo.“ „En núna kemur bara landsliðspásan og við þurfum að æfa vel og vera klárir í síðasta leikinn. Í opnum leik sköpuðum við ágætlega mikið af færum og vorum alltaf hættulegir í föstum leikatriðum. Það vantaði bara svona „winning mentality“ og drápseðli. Það vantaði bara að ráðast á þetta þegar boltinn var að detta í teignum. Það var svolítið það sem vantaði í dag.“ „Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós“ Eftir tapið í kvöld eru FH-ingar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Valsmönnum í þriðja sæti og þremur stigum fyrir ofan Stjörnuna í sjötta sæti. Pakkinn er því þéttur og baráttan um Evrópusæti hörð. „Fyrsta markmiðið okkar var, og er, að koma okkur í efri hlutann og við höfum einn leik til þess. En við erum búnir að fá nokkuð marga möguleika í sumar til að koma okkur í Evrópusæti og auðvitað er betra að vera í Evrópusæti þegar þú ferð inn í þessa sex liða keppni. Þá færðu mögulega þrjá heimaleiki og tvo útileiki. Við erum búnir að fá fullt af möguleikum á því, en við höfum ekki nýtt þá.“ „Við getum ekki alltaf sagt að við séum að læra. Einhverntíman verður lærdómurinn að koma í ljós og menn stíga upp og klára dæmið.“ Kallar eftir fleiri spjöldum Að lokum var Heimir spurður út í þá hörku sem færðist í leikinn eftir því sem leið á og hann vildi meina að mögulega hefðu einhverjir leikmenn Stjörnunnar átt að fá fleiri en eitt gult spjald í kvöld. „Menn tókust vel á og auðvitað er alltaf þannig að það á, að mínu mati, ef að menn eru að henda sér niður trekk í trekk í leikjum þá á að gefa spjald fyrir það. En það virðist ekki vera gert,“ sagði Heimir að lokum.
Besta deild karla FH Stjarnan Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Sjá meira
„Þú getur sungið í sturtunni heima hjá þér en það er ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“