„Létum bara vaða og það datt inn í dag“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. september 2024 19:40 Óli Valur mundar skotfótinn fyrr í sumar. Vísir/Diego Óli Valur Ómarsson kom Stjörnumönnum á bragðið með glæsilegu marki eftir tæplega klukkutíma leik í 3-0 sigri Stjörnunnar gegn FH í kvöld. Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum. Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira
Lengi vel virtist fátt benda til þess að Stjarnan myndi taka stigin þrjú á Kaplakrikavelli í kvöld, en mark Óla Vals gaf Stjörnumönnum byr undir báða vængi. „Þeir byrjuðu mjög þétt og við vorum í erfiðleikum með að brjóta þá. Við komumst í ágætar stöður inn á milli, en náðum ekki að nýta það,“ sagði Óli Valur í viðtali við Vísi í leikslok. „Síðan þegar þeir urðu þreyttir og við héldum meira í boltann þá náðum við að opna meira svæði og þá lak þetta inn.“ Óli Valur kom Stjörnunni yfir með góðu skoti af löngu færi og liðsfélagi hans, Guðmundur Baldvin Nökkvason, skoraði svo keimlíkt mark rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Óli segir að mögulega hafi liðinu einmitt bara vantað gott langskot til að brjóta ísinn. „Við vorum búnir að keyra mikið á þá og áttum bara eftir að klára sóknirnar okkar. Við létum bara vaða og það datt inn í dag.“ Þá segir hann Stjörnuliðið einnig hafa unnið góða varnarvinnu í leik kvöldsins. „Við vorum helvíti þéttir í dag. Þeir komust kannski í eitthvað svona klafs inni í teignum, en fyrir utan það voru engin færi sem ég man eftir þar sem maður var eitthvað skelkaður. Varnarlega gerðum við virkilega vel í dag.“ Að lokum vildi hann svo ekkert gefa fyrir hitann sem færðist í leikinn eftir því sem á leið og vildi frekar einbeita sér að því að Stjarnan á enn nokkuð góðan möguleika á Evrópusæti. „Þetta er bara hluti af leiknum. Það er alltaf gaman að spila þegar eitthvað er undir og þá verður hiti í mönnum. Það var klárlega þannig í dag.“ „Það er allavega möguleiki á Evrópusæti og við erum allavga í topp sex. Það er bara markmiðið eins og staðan er núna að bara vinna þá leiki sem eftir eru,“ sagði Óli að lokum.
Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Sjá meira