„Munum eiga góða möguleika á að lyfta bikar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. september 2024 22:01 Erik Ten Hag á hliðarlínunni í dag en í forgrunni má sjá Arne Slot knattspyrnustjóra Liverpool. Vísir/Getty Erik Ten Hag segir að Manchester United segist ekki vera Harry Potter og geti töfrað fram úrslit. Hann segir að uppbygging nýs liðs hjá Manchester United sé enn í gangi. Manchester Untied tapaði illa á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni þegar erkifjendurnir í Liverpool voru í heimsókn. Liverpool vann 3-0 sigur sem var síst of stór. Fyrir leik var Manuel Ugarte, nýjasti leikmaður United, kynntur fyrir stuðningsmönnum en hann var keyhptur frá PSG fyrir 50,5 milljónir punda á dögunum. Alls voru sex leikmenn sem Ten Hag hefur keypt í byrjunarliði United í dag en hann sagðist þó ekki geta töfrað fram úrslit í leikjum liðsins. „Ég er ekki eins og Harry Potter, þú verður að átta þig á því. Þrír leikmenn voru að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á timabilinu, Manuel Ugarte spilaði ekki í eina mínútu því hann þarf að byggja upp leikform. Síðan þurfum við að koma honum inn í liðið. Ég er viss um að hann mun skila sínu til liðsins. Það mun taka tvær vikur, jafnvel mánuð. Það er sama staðan hjá mörgum leikmönnum,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC. Ten Hag virtist frekar pirraður í viðtölum eftir leikinn og sagðist hafa aðra sýn en blaðamaður sem vildi meina að lið United væri að gera sömu mistökin og fyrir tveimur árum síðan. „Þá værum við ekki að vinna bikara og stærri liðin. Ég vil ekki tala um það jákvæða í dag. Þessi ósigur særir okkur og okkar aðdáendur.“ „Þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu. Ég þarf að útskýra þetta svo oft, við erum að byggja nýtt lið. Við verðum góðir en það er augljóst að við þurfum að bæta okkur. Ég er sannfærður um að í lok tímabilsins munum við eiga góða möguleika á að lyfta bikar.“ Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Manchester Untied tapaði illa á heimavelli í dag í ensku úrvalsdeildinni þegar erkifjendurnir í Liverpool voru í heimsókn. Liverpool vann 3-0 sigur sem var síst of stór. Fyrir leik var Manuel Ugarte, nýjasti leikmaður United, kynntur fyrir stuðningsmönnum en hann var keyhptur frá PSG fyrir 50,5 milljónir punda á dögunum. Alls voru sex leikmenn sem Ten Hag hefur keypt í byrjunarliði United í dag en hann sagðist þó ekki geta töfrað fram úrslit í leikjum liðsins. „Ég er ekki eins og Harry Potter, þú verður að átta þig á því. Þrír leikmenn voru að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik á timabilinu, Manuel Ugarte spilaði ekki í eina mínútu því hann þarf að byggja upp leikform. Síðan þurfum við að koma honum inn í liðið. Ég er viss um að hann mun skila sínu til liðsins. Það mun taka tvær vikur, jafnvel mánuð. Það er sama staðan hjá mörgum leikmönnum,“ sagði Ten Hag í viðtali við BBC. Ten Hag virtist frekar pirraður í viðtölum eftir leikinn og sagðist hafa aðra sýn en blaðamaður sem vildi meina að lið United væri að gera sömu mistökin og fyrir tveimur árum síðan. „Þá værum við ekki að vinna bikara og stærri liðin. Ég vil ekki tala um það jákvæða í dag. Þessi ósigur særir okkur og okkar aðdáendur.“ „Þetta er þriðji leikurinn á tímabilinu. Ég þarf að útskýra þetta svo oft, við erum að byggja nýtt lið. Við verðum góðir en það er augljóst að við þurfum að bæta okkur. Ég er sannfærður um að í lok tímabilsins munum við eiga góða möguleika á að lyfta bikar.“
Enski boltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira