6. september spila strákarnir við Danmörku og fjórum dögum síðar mætir liðið Wales. Báðir leikirnir eru á heimavelli.
Stöð 2 Sport verður með báða leiki í beinni og opinni útsendingu.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins á eftir þessum tveimur þjóðum sem strákarnir spila við. Ísland hefur leikið einum leik minna en Danmörk en tveimur færri en Wales.
Hagstæð úrslit í þessum leikjum gætu því komið okkar drengjum í góða stöðu.