Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 07:31 Erik ten Hag þykir líklegasti stjórinn til að fá reisupassann, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Getty/James Gill Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn