Lýsa yfir fullum stuðningi við Ten Hag Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 07:31 Erik ten Hag þykir líklegasti stjórinn til að fá reisupassann, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Getty/James Gill Hollenski knattspyrnustjórinn Erik ten Hag hefur fullan stuðning nýrra manna í æðstu stöðum hjá Manchester United, þrátt fyrir dapurt gengi liðsins í ensku úrvalsdeildinni. United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth. Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira
United varð bikarmeistari í vor með sigri á Manchester City, eftir að hafa orðið deildabikarmeistari árið áður, en endaði aðeins í 8. sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið steinlá gegn Liverpool á heimavelli á sunnudag, 3-0, og þar með hefur á ný myndast pressa á Ten Hag. Hann er ásamt Sean Dyche hjá Everton talinn líklegastur af veðbönkum til að verða rekinn úr starfi. Ákveðið að halda Ten Hag áður en þeir komu Nýi meðeigandinn hjá United, Sir Jim Ratcliffe, hefur umbylt öllu skipulagi varðandi fótboltatengd málefni félagsins og meðal annars ráðið framkvæmdastjórann Omar Berrada frá Manchester City og Dan Ashworth frá Newcastle sem yfirmann íþróttamála. Þeir Berrada og Ashworth ræddu við fjölmiðla fyrir leikinn við Liverpool og staðfestu að þeir hefðu ekki komið að ákvörðuninni um að halda Ten Hag eftir síðasta tímabil, en sögðu að sama hvernig færi gegn Liverpool þá hefði Hollendingurinn fullan stuðning þeirra. „Þetta var ákvörðun sem var tekin áður en við komum en við erum ánægðir með hana,“ sagði Berrada. Omar Berrada, til vinstri á mynd, er nýr framkvæmdastjóri Manchester United.Getty/Eddie Keogh „Erik er með fullan stuðning okkar. Við teljum að hann sé rétti þjálfarinn fyrir okkur. Við höfum unnið náið saman í félagaskiptaglugganum og við vinnum áfram náið með honum til að hjálpa til við að ná sem bestum úrslitum fyrir liðið,“ sagði Berrada. Notið þess í botn að vinna með Ten Hag Ashworth hafði aðeins verið hjá Brighton í þrjá mánuði þegar Chris Hughton var rekinn árið 2019, en vann með sama stjóra, Eddie Howe, alla 19 mánuði sína hjá Newcastle. „Það er mjög sjaldgæft að maður gerist yfirmaður íþróttamála og að það sé enginn knattspyrnustjóri til staðar. Það eina sem ég get sagt er að ítreka að ég hef notið þess í botn að vinna með Erik síðustu átta vikur,“ sagði Ashworth. „Starfið mitt er að styðja við hann með öllum mögulegum hætti, hvort sem það snýr að rekstrinum, kaupum á leikmönnum, sjúkra- eða sálfræðimeðferð, eða flæðinu um æfingasvæðið, svo að hann geti einbeitt sér alfarið að æfingavellinum og taktík leikja, til að hámarka árangur fyrir Manchester United,“ sagði Ashworth. Dan Ashworth hefur þurft að gera marga samninga eftir að hann kom til starfa hjá Manchester United í sumar. Hann segir nýjan samning við Bruno Fernandes hafa veirð afar mikilvægan, og nýtur þess að vinna með Erik ten Hag.Getty/Ash Donelon Töldu sig ekki þurfa Sancho Ashworth tók formlega til starfa 1. júlí og áætlar að hafa gert um 32 samninga síðan þá, þegar kaup, sölur og endurnýjun samninga eru talin. Þar á meðal var endurnýjun samnings við fyrirliðann Bruno Fernandes. Enski kantmaðurinn Jadon Sancho var hins vegar látinn fara til Chelsea, að láni með skuldbindingu um kaup eftir 12 mánuði. Ashworth var spurður út í þá ákvörðun. „Við erum ekki að sparka leikmönnum í burtu en þegar þeir telja það betra og það er rétt ákvörðun fyrir þá og okkur, þá þarf að kanna það, hvort sem það er Jadon, Scott [McTominay] eða Aaron [Wan-Bissaka]. Við erum með fjóra virkilega góða kantmenn svo við töldum okkur hafa nægilega breidd í þeirri stöðu, sem auðveldaði okkur ákvörðunina,“ sagði Ashworth.
Enski boltinn Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Sjá meira