Af hverju bíður barnið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 3. september 2024 07:31 Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Voveiflegir atburðir hafa gerst í okkar samfélagi. Megi þau óafturkræfu áföll sem orðið hafa verða til raunverulegra samfélagslegra breytinga. Við höfum talað um geðheilbrigðismál barna og fullorðinna árum og áratugum saman. Þrátt fyrir veljvilja flestra breytist allt of lítið og of hægt. Af hverju er það þannig að ekkert barn bíður þess að byrja í fyrsta bekk, öll börn sem greinast með lífsógnandi sjúkdóma eins og krabbamein fá meðferð og ekkert beinbrotið barn hefur beðið dögum, vikum eða árum saman eftir að fá gifs? Velferðarsamfélag okkar er þannig úr garði gert að barninu er tryggð skólavist og viðeigandi heilbrigðisþjónusta vegna líkamlegra sjúkdóma og kvilla. Hvernig stendur á því að barn sem stendur höllum fæti vegna taugaþroskavanda, þroskaskerðingar, málhömlunar, félagslegra erfiðleika, tilfinningavanda, geðræns vanda eða annars bíður dögum, vikum og árum saman eftir viðeigandi aðstoð og stuðningi? Hvers vegna? Sum fá aldrei aðstoðina sem þau þyrftu á að halda og allt of mörg fá hana þegar þau eru dottin ofan í brunninn. Af hverju er það regla frekar en undantekning að börn og fullorðin bíði á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu? Minnum okkur á að biðlistar eru samfélagsleg smíð. Við höfum ákveðið að framboð þjónustunnar sé með þessum hætti og af þessu magni. Við höfum forgangsraðað öðru framar á fjárlögum og í okkar samfélagi. Af hverju er það regla frekar en undanteking að þau sem sinna börnunum okkar og hafa gríðarleg áhrif á þau þurfa að gera það fyrst og fremst af hugsjón? Þau sem sinna peningunum okkar fá hins vegar oftar en ekki væna fjárhagslega umbun fyrir starfann? Það er líka samfélagsleg smíð. Því miður geta þau bágu kjör og álag sem fagfólkinu sem koma að börnunum okkar stendur til boða haft þau áhrif að meiri mannabreytingar verði en æskilegt er og það bitnar á börnunum. Rannsóknir hafa sýnt að fyrir þau börn sem standa verst geta góð tengsl við eina fullorðna manneskju, jafnvel starfsmann skóla eins og kennara, skipt sköpum fyrir horfur barnsins. Kjaramál og starfsumhverfi fagfólks sem kemur að börnum eru samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að það kostar foreldra tugi og hundruði þúsunda að leyfa barninu sínu að stunda íþróttir meðal annars vegna þess að stanslaust þarf að vera að kaupa nýja búninga svo sem í fimleikum eða fótbolta eða greiða dýrar keppnisferðir? Því miður hefur það þau áhrif að börnin sem kannski helst þurfa á því að halda missa af lestinni. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á forvarnargildi þess fyrir börn að stunda íþróttir. Þetta er líka samfélagsleg smíð okkar. Af hverju er það þannig að foreldrar sem glíma við eigin vandamál sitja líka föst á biðlistum eftir geðheilbrigðisþjónustu sem hefur neikvæð áhrif á möguleika þeirra á að veita börnum sínum það sem hvert og eitt okkar vill veita sínum börnum, veislu í farangurinn út í lífið. Það er líka samfélagsleg smíð okkar. Vitur sálfræðingur sem ég þekki sagði eitt sinn, „betra er heilt en vel gróið“. Forvarnir eru allt. Lítum inn á við og veltum fyrir okkur hvers vegna er samfélag okkar svona smíðað og getum við breytt einhverju? Megi slík samfélagsleg breyting veita þúsundum lítilla ljósa von og lýsa upp minningu um líf og ljós Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Að lokum. Verum góð við hvert annað. Í stað þess að segja „ekki vera aumingi“ skulum við segja „mér er ekki sama um þig, er allt í lagi? Get ég gert eitthvað fyrir þig“?. Þetta byrjar og endar hjá okkur. Við erum öll i þessu saman. Höfundur er sérfræðingur i klínískri sálfræði.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar