Garðar Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri Vestfirskra verktaka, segir í samtali við staðarmiðilinn Bæjarsins besta að þótt reksturinn sé viðráðanlegur sé verkefnastaða ekki nógu góð og reksturinn þungur.
Garðar á 51 prósenta hlut í fyrirtækinu á móti Sveini Inga Guðbjörnssyni sem á 49 prósent. Garðar segir þá Svein Inga ætla hvor í sína áttina en sjálfur stefni hann á að reka minna verktakafyrirtæki í framhaldinu. Færri verk séu í kortunum á Vestfjörðum en undanfarin ár þar sem hafi verið nóg að gera.