Á laugardag var hann skotinn í bringuna af manni sem ætlaði að stela af honum Rolex-úri. Skotið fór í bringuna og út um bakið. Sem betur fer fór það ekki í nein mikilvæg líffæri.
Pearsall er harðari en meðalmaðurinn og labbaði inn í sjúkrabíl eftir manndrápstilraunina.
Ekki bara það því hann var farinn af spítalanum daginn eftir. Svona eins og menn gera þegar það er skotið í gegnum þá.
49ers hefur svo sett leikmanninn á meiðslalista næstu fjórar vikurnar. Það þýðir að félagið útilokar ekki að hann spili eftir fimm vikur.
Það væri með stærri kraftaverkum lengi.