Á þriðja hundrað kíló tekin á landamærunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Umtalsvert magn ólöglegra fíkniefna er haldlagt á landamærum Íslands á ári hverju. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Ríflega 230 kíló, tæpir tíu lítrar og 40 þúsund töflur af ólöglegum fíkniefnum hafa verið haldlögð á landamærum Íslands það sem af er þessu ári. Alls hefur verið lagt hald á 21 tegund fíkniefna, þar á meðal rúmlega 22,5 kíló af kókaíni, yfir 140 kíló af marijúana og tæplega nítján þúsund töflur af MDMA. Í heildina er um að ræða nokkuð meira magn fíkniefna en haldlagt var á sama tímabili í fyrra, að undantöldum fíkniefnum í vökvaformi sem haldlögð voru í meira magni á síðasta ári. Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira
Þetta sýna gögn sem tollayfirvöld tóku saman fyrir fréttastofu yfir það magn fíkniefna sem haldlagt hefur verið það sem af er ári. Gröfin hér að neðan sýna magn fíkniefna sem tekið hefur verið á landamærum á tímabilinu 1. janúar til 23. ágúst á þessu ári, samanborið við sama tímabil í fyrra, en magn efnanna er mælt í ólíkum mælieiningum. Svipað mikið kókaín en meira af marijúana Fyrsta grafið hér að neðan sýnir magn efna sem haldlagt hefur verið sem mælt er í grömmum. Samtals hefur verið lagt hald á rúm 232 kíló af fjórtán tegundum fíkniefna í ár, samanborið við tæp 200 kíló af sextán gerðum efna í fyrra. Rétt er að taka fram að samtala haldlagðra fíkniefna og samanburður milli ára tekur ekki mið af mismunandi styrkleika efnanna. Líkt og grafið sýnir var margfalt meira magn af DMT haldlagt í fyrra, 22,57 kíló samanborið við 30 grömm í fyrra. Nokkuð svipað magn hefur verið haldlagt af amfetamíni, innan við 200 grömm bæði í ár og í fyrra og einnig nokkuð svipað magn af hassi eða 16 kíló í ár samanborið við 14 í fyrra. Lítil breyting hefur einnig verið milli ára hvað varðar haldlagt magn kókaíns. Athygli vekur að talsvert meira hefur verið haldlagt af marijúana í ár, 142 kíló, samanborið við tæp 104 kíló í fyrra. Í upptalningunni hér að ofan eru ekki tekin með inn í reikninginn þau rúmlega 157 kíló af hassi sem haldlögð voru úr skútu í Sandgerðishöfn í fyrra, en það mál er skráð sem samstarfsverkefni tollgæslu og lögreglu að því er segir í svörum tollgæsluyfirvalda Skattsins til fréttastofu. Meira af basa en minna af kannabisvökva Næsta mynd sýnir magn fíkniefna í vökvaformi sem haldlagt hefur verið á tímabilinu janúar til ágúst 2024 samanborið við sama tímabil í fyrra. Alls voru haldlagðir tæplega 12,6 lítrar af fíkniefnum í vökvaformi fyrstu átta mánuði ársins í fyrra en um 9,5 lítrar í ár. Líkt og myndin sýnir má merkja töluverðan mun milli ára. Í ár hefur verið lagt hald á mest magn af basa eða um 6,7 lítra, og kókaín í vökvaformi eða um 2,36 lítrar. Í fyrra var hins vegar lagt hald á meira magn kannabisvökva og ketamíns. Miklu fleiri pillur í ár en í fyrra Loks má að neðan sjá magn efna í töfluformi sem haldlagt hefur verið á landamærum fyrstu átta mánuði þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra. Þar má glögglega sjá að margfalt meira magn MDMA hefur verið haldlagt í ár en í fyrra, hátt í 19 þúsund töflur samanborið við 239 töflur á sama tímabili í fyrra. Þá hefur einnig verið lagt hald á töluvert meira magn af fíknilyfjum í ár en í fyrra. Ekki liggur fyrir hvaða tegundir lyfja falla þar undir, en haldlögð hafa verið hátt í 18 þúsund stykki af fíknilyfjum í ár en aðeins rúmlega 10 þúsund stykki á sama tímabili í fyrra. Alls hafa verið haldlögð 39.667 stykki af ólöglegum efnum það sem af er árinu 2024 samanborið við 13.926 á sama tímabili í fyrra. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Tollgæslan Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Sjá meira