Fjórar myndir af Íslandi Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. september 2024 18:31 Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Efnahagsmál Píratar Mest lesið Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Öruggari Reykjavík Svala Hjörleifsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar