„Gamnislagur“ sem verður að alvöru í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2024 07:31 Norðurlandabúarnir Mondo Duplantis og Karsten Warholm mætast á hlaupabrautinni í kvöld. WA Eftirvænting ríkir í Zürich í Sviss fyrir uppgjöri tveggja af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins sem ætla að mætast í grein sem hvorugur þeirra stundar. Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira
Mondo Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, og Karsten Warholm, heimsmethafi í 400 metra grindahlaupi, ákváðu að mætast í 100 metra spretthlaupi. Hlaupið er í kvöld, sólarhring áður en þeir keppa svo í sínum hefðbundnu greinum á Demantamóti á sama stað. Warholm hefur leitað ráða hjá sjálfum heimsmethafanum Usain Bolt á meðan að Duplantis hefur verið að æfa ræsingu með bandaríska spretthlauparanum Fred Kerley. En af hverju eru félagarnir að keppa í 100 metra hlaupi? „Ég held að þetta hafi verið mín hugmynd. Núna er maður svona að átta sig á þessu, þegar maður er mættur og sér hvernig þetta lítur út. Áður var ég bara afslappaður og þetta var bara skítkast á milli tveggja manna sem vildu skora hvor á annan,“ sagði Duplantis. 🗣️: "The 100-meter race against Karsten (Warholm) has helped me these past couple of weeks to keep the motivation high."Mondo Duplantis talks about his anticipated 100m matchup with 400m hurdles world record holder Karsten Warholm in Zurich after resetting his pole vault world… pic.twitter.com/dTNApSBFVJ— FloTrack (@FloTrack) August 25, 2024 „Þegar menn takast í hendur þá verður þetta að verða að veruleika. Við Mondo bjuggum ekki til eftirvæntinguna fyrir þessu, ég held að keppnin geri það sjálf. Fólk vill sjá eitthvað svona. Þetta er nýtt og spennandi. Ég veit ekki einu sinni sjálfur hvor okkar vinnur en ég hefði ekki tekið í höndina á honum ef ég væri ekki sjálfsöruggur, það er á hreinu,“ sagði Warholm. A friendly reminder about tomorrow’s 100m CLASH ⚡️400m hurdles world record holder Karsten Warholm vs. pole vault world record holder Mondo Duplantis in Zurich. Who do you have winning? #ZurichDL pic.twitter.com/7xcA4Eb1XN— FloTrack (@FloTrack) September 3, 2024 Síðustu skráðu tímar þeirra tveggja í 100 metra hlaupi eru nokkuð svipaðir. Warholm hljóp á 10,49 sekúndum árið 2017 og Duplantis á 10,57 árið 2018. Warholm segir að það verði hart barist: „Þetta er eins og þegar maður var í gamnislag við félaga sína í æsku, þetta verður alltaf alvarlegt á einhverjum tímapunkti. Núna eru menn bara léttir en þegar við mætum á ráslínuna þá mun gamanið kárna. Þetta verður hundaslagur.“ Duplantis viðurkennir að Warholm sé sigurstranglegri: „Þegar kemur að hlaupum þá er ég lægra skrifaður. Það er kannski aðeins meiri umræða um mig núna því ég var að slá heimsmetið á Ólympíuleikunum en þetta verður alltaf æsispennandi hlaup,“ sagði Duplantis.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Porrino - Valur | Fyrri úrslitaleikurinn Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Í beinni: Vestri - Afturelding | Vestramenn geta komist aftur á toppinn Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Sjá meira