50+: Að sporna við áhyggjum af eldri eða fullorðnum börnum Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. september 2024 07:03 Það er með ólíkindum hvað foreldrum tekst að hafa áhyggjur af börnunum sínum lengi. Þótt þau séu að verða eða orðin fullorðin og allt gangi vel. Í dag ætlum við að rýna í nokkur góð ráð til að sporna við þessum gagnslausu áhyggjum. Vísir/Getty Eflaust telja flestir ungir foreldrar að áhyggjur af börnunum þeirra minnki með aldrinum. Svona að því gefnu að allt sé að ganga vel: Börnin fullorðnast, klára sitt nám, stofna til sinnar eigin fjölskyldu eða parsambands og svo framvegis. En því er nú aldeilis öðru nær. Því áhyggjur foreldra virðast oft ótrúlega miklar þótt börnin séu orðin nokkuð sjálfbær: Þessi síðustu ár sem þau eru heima eða eftir að þau eru flutt að heiman. Jafnvel löngu flutt. Og hér erum við ekki að tala um praktísk mál eins og það hversu erfitt sé að kaupa fyrstu íbúðina og svo framvegis. Nei; Við erum að tala um áhyggjur eins og: Hvort þau séu ánægð Hvort þeim líði vel Hvort sambandið sem þau eru í sé að ganga upp Hvernig þeim gengur fjárhagslega Hvort það sé að ganga vel í vinnunni og heima fyrir Hvort þau séu að taka eitthvað nærri sér Hvort þau séu kvíðin Hvort þau séu að nærast nógu vel Hvort líkamleg heilsa sé nógu góð (hvernig er bakið? Vöðvabólgan? Mígrenið? Maginn?) Hvort þau séu að sofa nægilega vel eða mikið Hvort álagið á þeim sé of mikið (tengt börnum, maka, heimili, vinnu, hvað sem er…) Og svo framvegis og svo framvegis. Já, það er einfaldlega með ólíkindum hvað okkur tekst oft vel til að halda í allt sem flokkast undir að vera áhyggjur. Jafnvel þótt hlutirnir séu að ganga vel. Skiptir þá engu að við séum sjálf komin á þann aldur að vita að eðlilegur partur af lífinu er að reka sig á, fara í gegnum alls konar gryfjur og glímur, áskoranir og verkefni. Gerðum við það ekki sjálf? Áhyggjur foreldra af fullorðnum börnum sínum eða börnum sem eru við það að teljast fullorðin, eru staðreynd. Meira að segja staðfest af rannsóknum. Í vinsælum lesendadálki Washington Post í Bandaríkjunum spurði áhyggjufull móðir einu sinni um akkúrat þetta: Hvernig get ég hætt að hafa áhyggjur af fullorðnu barni mínu? Og lesendaráðgjafinn svaraði: Hvaða gagn er af þessum áhyggjum? Því já, það er nefnilega málið: Þessar áhyggjur gagnast ekki neitt. Börnin okkar eru að verða eða orðin fullþroska og taka sínar ákvarðanir sjálf. Rétt eins og við gerðum á þeirra aldri. Vissulega hafa margir hlutir breyst, en eitt af því sem ekki hefur breyst er að við eldumst og verðum sjálfstæð. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð til að hjálpa foreldrum að sporna við þessum áhyggjum. #1: Slepptu takinu Þetta hljómar sakleysislega en er þó það sem mörgum reynist erfiðast. Að sleppa takinu og fara frekar að fókusera á okkur sjálf og okkar eigin framtíð. Stundum er þetta líka erfitt því krakkarnir okkar kunna svo vel á okkur líka. Ýta á réttu takkana þegar hentar og svo framvegis. Að sleppa takinu er samt mikilvægt skref og um að gera fyrir hvert og eitt foreldri að líta í eigin barm og velta fyrir sér með hvaða hætti það er best. Ein einföld leið er til dæmis að spyrja öðruvísi, svara öðruvísi og einfaldlega verða uppteknari af okkur sjálfum. #2: Stuðningur þýðir ekki endilega aðkoma Að styðja við börnin okkar getur falið í sér atriði eins og að vera virk í hlustun. Þetta þýðir samt ekki að okkur sé endilega ætlað að gefa þeim alltaf góð ráð eða reyna að leiðbeina þeim með hvað best er að gera. Hluti af því sleppa takinu af börnunum okkar er að virða sjálfstæðið þeirra til þess að eldast og þroskast á sínum eigin vegum. Auðvitað styðjum við með aðkomu þegar það á við. Til dæmis í praktískum málum. En almennt er gott að miða við að stuðningur foreldra felist í öðru en því að taka beinan þátt í lífi fullorðna barna sinna. Hér gildir líka ráðið: Fókusaðu á sjálfan þig og þitt eigið líf. #3: Að virða sjálfstæðið þeirra Það er eðlilegt að okkur finnist stundum að krakkarnir okkar ættu að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi. Eða hugsa öðruvísi, tala öðruvísi eða velja annað en þau velja. Margir foreldrar telja sig einmitt mjög góða í því að styðja við það sem börnin þeirra ákveða sjálf. Monta sig jafnvel að því við vini og vandamenn. Á sama tíma heyrast fullorðnir oft tala um að foreldrarnir séu ítrekað að segja hvað þeim finnist megi vera öðruvísi hjá þeim og svo framvegis. Þarna fer hljóð og mynd oft ekki saman. Þegar börnin okkar eru orðin fullorðin, flutt að heiman og farin að lifa sínu sjálfstæða lífi eigum við ekkert endilega að pranga inn á þau okkar eigin skoðunum um alla hluti. Virðum frekar sjálfstæðið þeirra og leggjum okkur fram við að rækta sambandið okkar við þau sem fullorðið fólk. #4: Sleppum gagnrýni og niðurrifi Hér gildir það sama og í lið númer #3: Við þurfum ekki alltaf að segja hvað okkur finnst mega vera öðruvísi. Ekkert frekar en að okkur langar til að annað fólk sé alltaf að segja okkur hvað við ættum að gera öðruvísi eða hafa öðruvísi eða velja öðruvísi. Þótt það sé vel meint af okkar hálfu, hljóma svona samtöl oft sem gagnrýni og niðurrif eða afskiptasemi. Eitt sem nefna má sérstaklega í þessu samhengi er að rannsóknir sýna að gagnrýni foreldra getur haft langvarandi tilfinningaleg áhrif á börn, hvort sem þau búa enn heima eða eru orðin fullorðin. Þessi áhrif geta líka haft neikvæð áhrif á samband foreldra við fullorðin börn sín þannig að hér er til mikils að vinna að slá af þessari gagnrýni. Sem þó í flestum tilfellum teljast ,,saklaus“ samtöl af hálfu foreldrisins. En alls ekkert endilega í eyrum barna okkar. #5: Spurðu þig alltaf að þessu… Þegar þú síðan stendur þig að því að vera með áhyggjur um börnin þín, er gott að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er það versta sem gæti gerst? Hverjar eru líkurnar á að þetta versta gerist? Eru aðstæður barnsins þíns (fullorðins) þess eðlis að það er þitt að hafa áhyggjur af því hvernig fer? Eða er það fyrst og fremst fullorðna barnið þitt eða aðrir sem munu hafa áhrif á það hvernig mál þróast? Munum að í flestum tilfellum, gagnast áhyggjur ekki neitt. Góðu ráðin Geðheilbrigði Fjölskyldumál Tengdar fréttir 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
En því er nú aldeilis öðru nær. Því áhyggjur foreldra virðast oft ótrúlega miklar þótt börnin séu orðin nokkuð sjálfbær: Þessi síðustu ár sem þau eru heima eða eftir að þau eru flutt að heiman. Jafnvel löngu flutt. Og hér erum við ekki að tala um praktísk mál eins og það hversu erfitt sé að kaupa fyrstu íbúðina og svo framvegis. Nei; Við erum að tala um áhyggjur eins og: Hvort þau séu ánægð Hvort þeim líði vel Hvort sambandið sem þau eru í sé að ganga upp Hvernig þeim gengur fjárhagslega Hvort það sé að ganga vel í vinnunni og heima fyrir Hvort þau séu að taka eitthvað nærri sér Hvort þau séu kvíðin Hvort þau séu að nærast nógu vel Hvort líkamleg heilsa sé nógu góð (hvernig er bakið? Vöðvabólgan? Mígrenið? Maginn?) Hvort þau séu að sofa nægilega vel eða mikið Hvort álagið á þeim sé of mikið (tengt börnum, maka, heimili, vinnu, hvað sem er…) Og svo framvegis og svo framvegis. Já, það er einfaldlega með ólíkindum hvað okkur tekst oft vel til að halda í allt sem flokkast undir að vera áhyggjur. Jafnvel þótt hlutirnir séu að ganga vel. Skiptir þá engu að við séum sjálf komin á þann aldur að vita að eðlilegur partur af lífinu er að reka sig á, fara í gegnum alls konar gryfjur og glímur, áskoranir og verkefni. Gerðum við það ekki sjálf? Áhyggjur foreldra af fullorðnum börnum sínum eða börnum sem eru við það að teljast fullorðin, eru staðreynd. Meira að segja staðfest af rannsóknum. Í vinsælum lesendadálki Washington Post í Bandaríkjunum spurði áhyggjufull móðir einu sinni um akkúrat þetta: Hvernig get ég hætt að hafa áhyggjur af fullorðnu barni mínu? Og lesendaráðgjafinn svaraði: Hvaða gagn er af þessum áhyggjum? Því já, það er nefnilega málið: Þessar áhyggjur gagnast ekki neitt. Börnin okkar eru að verða eða orðin fullþroska og taka sínar ákvarðanir sjálf. Rétt eins og við gerðum á þeirra aldri. Vissulega hafa margir hlutir breyst, en eitt af því sem ekki hefur breyst er að við eldumst og verðum sjálfstæð. Í dag ætlum við því að rýna í nokkur góð ráð til að hjálpa foreldrum að sporna við þessum áhyggjum. #1: Slepptu takinu Þetta hljómar sakleysislega en er þó það sem mörgum reynist erfiðast. Að sleppa takinu og fara frekar að fókusera á okkur sjálf og okkar eigin framtíð. Stundum er þetta líka erfitt því krakkarnir okkar kunna svo vel á okkur líka. Ýta á réttu takkana þegar hentar og svo framvegis. Að sleppa takinu er samt mikilvægt skref og um að gera fyrir hvert og eitt foreldri að líta í eigin barm og velta fyrir sér með hvaða hætti það er best. Ein einföld leið er til dæmis að spyrja öðruvísi, svara öðruvísi og einfaldlega verða uppteknari af okkur sjálfum. #2: Stuðningur þýðir ekki endilega aðkoma Að styðja við börnin okkar getur falið í sér atriði eins og að vera virk í hlustun. Þetta þýðir samt ekki að okkur sé endilega ætlað að gefa þeim alltaf góð ráð eða reyna að leiðbeina þeim með hvað best er að gera. Hluti af því sleppa takinu af börnunum okkar er að virða sjálfstæðið þeirra til þess að eldast og þroskast á sínum eigin vegum. Auðvitað styðjum við með aðkomu þegar það á við. Til dæmis í praktískum málum. En almennt er gott að miða við að stuðningur foreldra felist í öðru en því að taka beinan þátt í lífi fullorðna barna sinna. Hér gildir líka ráðið: Fókusaðu á sjálfan þig og þitt eigið líf. #3: Að virða sjálfstæðið þeirra Það er eðlilegt að okkur finnist stundum að krakkarnir okkar ættu að gera hlutina einhvern veginn öðruvísi. Eða hugsa öðruvísi, tala öðruvísi eða velja annað en þau velja. Margir foreldrar telja sig einmitt mjög góða í því að styðja við það sem börnin þeirra ákveða sjálf. Monta sig jafnvel að því við vini og vandamenn. Á sama tíma heyrast fullorðnir oft tala um að foreldrarnir séu ítrekað að segja hvað þeim finnist megi vera öðruvísi hjá þeim og svo framvegis. Þarna fer hljóð og mynd oft ekki saman. Þegar börnin okkar eru orðin fullorðin, flutt að heiman og farin að lifa sínu sjálfstæða lífi eigum við ekkert endilega að pranga inn á þau okkar eigin skoðunum um alla hluti. Virðum frekar sjálfstæðið þeirra og leggjum okkur fram við að rækta sambandið okkar við þau sem fullorðið fólk. #4: Sleppum gagnrýni og niðurrifi Hér gildir það sama og í lið númer #3: Við þurfum ekki alltaf að segja hvað okkur finnst mega vera öðruvísi. Ekkert frekar en að okkur langar til að annað fólk sé alltaf að segja okkur hvað við ættum að gera öðruvísi eða hafa öðruvísi eða velja öðruvísi. Þótt það sé vel meint af okkar hálfu, hljóma svona samtöl oft sem gagnrýni og niðurrif eða afskiptasemi. Eitt sem nefna má sérstaklega í þessu samhengi er að rannsóknir sýna að gagnrýni foreldra getur haft langvarandi tilfinningaleg áhrif á börn, hvort sem þau búa enn heima eða eru orðin fullorðin. Þessi áhrif geta líka haft neikvæð áhrif á samband foreldra við fullorðin börn sín þannig að hér er til mikils að vinna að slá af þessari gagnrýni. Sem þó í flestum tilfellum teljast ,,saklaus“ samtöl af hálfu foreldrisins. En alls ekkert endilega í eyrum barna okkar. #5: Spurðu þig alltaf að þessu… Þegar þú síðan stendur þig að því að vera með áhyggjur um börnin þín, er gott að svara eftirfarandi spurningum: Hvað er það versta sem gæti gerst? Hverjar eru líkurnar á að þetta versta gerist? Eru aðstæður barnsins þíns (fullorðins) þess eðlis að það er þitt að hafa áhyggjur af því hvernig fer? Eða er það fyrst og fremst fullorðna barnið þitt eða aðrir sem munu hafa áhrif á það hvernig mál þróast? Munum að í flestum tilfellum, gagnast áhyggjur ekki neitt.
Góðu ráðin Geðheilbrigði Fjölskyldumál Tengdar fréttir 50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01 50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00 50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01 50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01 Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Lífið Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
50+: Samlokukynslóðin að missa svefn af álagi Þótt umræðan snúist oft um leikskólabörnin eða barnafjölskyldur, er álagið ekkert síður á þann hóp fólks sem telst til samlokukynslóðarinnar. 21. ágúst 2024 07:01
50+: Algeng einkenni miðlífskrísunnar Það er engin ein tegund til af miðlífskrísu fólks. Og sem betur fer er þetta ekki krísa sem allir upplifa. Langt því frá. 29. júlí 2024 07:00
50+: Neikvæð líkamsvitund algengari Útlits- og æskudýrkun er að hafa umtalsverð áhrif á líðan fólks í 50+ hópnum. Þannig sýna rannsóknir að síðustu tuttugu árin, hefur neikvæð líkamsvitund aukist jafnt og þétt hjá þessum aldurshópi. 15. júlí 2024 07:01
50+ : Algengustu mistök hjóna Það er margt öðruvísi í lífinu eftir fimmtugt. Flestir búnir að koma sér nokkuð vel fyrir, vita fyrir hvað þau standa og nokkuð upplýst um hvar helstu áherslurnar liggja. 9. júlí 2024 07:01