Þór byrjar Ljósleiðaradeildina með látum Þórarinn Þórarinsson skrifar 4. september 2024 14:38 Færði sig frá Dusty yfir í Þór og var í miklu stuði með nýja liðinu í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar þegar Þór hafði betur en Saga í Counter Strike í gærkvöld. „Þetta var nú bara tiltölulega auðvelt,“ segir Ásmundur Viggósson, sem var í miklu stuði þegar Þór lagði Sögu í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld. Lið Þórs og Sögu mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld þar sem Þór stóð uppi sem sigurvegari í seríunni 2-1. Þór hafði betur í Anubis (13-5) en Saga í Dust2 (13-9) áður en Þór náði vopnum sínum aftur og lagði andstæðinginn (13-8) í Nuke. „Ég var soldið mikið bara hlaupandi út um allt og mölvandi allt og alla, nema í leik tvö,“ segir Ásmundur sem er betur þekktur undir nikkinu Pandaz sem hann gegnir á vígvellinum. Það er því óhætt að segja að Ásmundur, sem, spilaði fyrir NOCCO Dusty á síðasta tímabili, hafi mætt funheitur til leiks með Þór í gær enda um ákveðna endurkomu að ræða. „Fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeildinni var í Þór þannig að maður er smá kominn heim bara,“ segir Ásmundur sem er fæddur 2003 og var ellefu ára þegar hann byrjaði að spila Counter Strike 2014. Ásmundur segir aðspurður að ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að skipta yfir í Þór núna en lið NOCCO Dusty hefur stórmeistaratitil að verja og hefur verið í fremstu röð um árabil enda þekkt fyrir að setja mikinn metnað og æfingu í leikinn. „Maður þurfti að fórna miklum frítíma þegar maður var í Dusty og svo er liðið bara búið að taka það miklum breytingum að það var í rauninni ekki sama liðið og ég byrjaði með,“ segir Ásmundur og bætir við að þetta hafi bara verið rétti tíminn til að skipta. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans í allan vetur Sjónvarp Símans sýnir í vetur beint frá sjö deildum Rafíþróttasambands Íslands en þetta eru: Ljósleiðaradeildin í Counter Strike, ELKO-deildin í Fortnite, Tölvulistadeildin í Overwatch, Míludeildin í Valorant kvenna, Kraftvéladeildin í Dota 2, GR Verk deildin í Rocket League og Íslandsmót Símans í netskák. Rafíþróttir Tengdar fréttir Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf
Lið Þórs og Sögu mættust í fyrstu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í Counter Strike í gærkvöld þar sem Þór stóð uppi sem sigurvegari í seríunni 2-1. Þór hafði betur í Anubis (13-5) en Saga í Dust2 (13-9) áður en Þór náði vopnum sínum aftur og lagði andstæðinginn (13-8) í Nuke. „Ég var soldið mikið bara hlaupandi út um allt og mölvandi allt og alla, nema í leik tvö,“ segir Ásmundur sem er betur þekktur undir nikkinu Pandaz sem hann gegnir á vígvellinum. Það er því óhætt að segja að Ásmundur, sem, spilaði fyrir NOCCO Dusty á síðasta tímabili, hafi mætt funheitur til leiks með Þór í gær enda um ákveðna endurkomu að ræða. „Fyrsta tímabilið mitt í úrvalsdeildinni var í Þór þannig að maður er smá kominn heim bara,“ segir Ásmundur sem er fæddur 2003 og var ellefu ára þegar hann byrjaði að spila Counter Strike 2014. Ásmundur segir aðspurður að ýmsar ástæður hafi verið fyrir því að hann ákvað að skipta yfir í Þór núna en lið NOCCO Dusty hefur stórmeistaratitil að verja og hefur verið í fremstu röð um árabil enda þekkt fyrir að setja mikinn metnað og æfingu í leikinn. „Maður þurfti að fórna miklum frítíma þegar maður var í Dusty og svo er liðið bara búið að taka það miklum breytingum að það var í rauninni ekki sama liðið og ég byrjaði með,“ segir Ásmundur og bætir við að þetta hafi bara verið rétti tíminn til að skipta. Beinar útsendingar Sjónvarps Símans í allan vetur Sjónvarp Símans sýnir í vetur beint frá sjö deildum Rafíþróttasambands Íslands en þetta eru: Ljósleiðaradeildin í Counter Strike, ELKO-deildin í Fortnite, Tölvulistadeildin í Overwatch, Míludeildin í Valorant kvenna, Kraftvéladeildin í Dota 2, GR Verk deildin í Rocket League og Íslandsmót Símans í netskák.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24 Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Í beinni: KA - Silkeborg | Langþráður Evrópuleikur á Akureyri Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf
Einbeittur sigurvilji hjá nýliðunum í Ljósleiðaradeildinni Rafíþróttadeild Keflavíkur, Rafik, mætir til leiks í Ljósleiðaradeildinni í fyrsta sinn eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegari í Counter Strike 2 í 1. deild. 27. ágúst 2024 13:24