Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 15:10 Ósk Gunnarsdóttir og Þórdís Ólöf Jónsdóttir eru spenntar fyrir helginni. Vísir/Ívar Fannar Þórdís Ólöf Jónsdóttir kveðst í mikið betra ástandi, andlega og líkamlega, fyrir bakgarðshlaupið í Heiðmörk um helgina en í maí þegar hún hljóp þó 40 hringi. Ósk Gunnarsdóttir ætlar að sjá til þess að vinkona sín klári hvern einasta orkudropa. Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan. Bakgarðshlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira
Mikil eftirvænting ríkir vegna Bakgarðs Náttúruhlaupa en hlaupið hefst klukkan 9 í fyrramálið í Heiðmörk, í beinni útsendingu á Vísi. Alls eru 230 keppendur skráðir, aðstæður lofa góðu og Íslandsmetið (62 hringir Þorleifs Þorleifssonar fyrir tæpu ári) mögulega í hættu. Garpur Elísabetarson ræddi við þær Þórdísi og Ósk sem setja stefnuna hátt um helgina. Þórdís segist koma inn í hlaupið með öðruvísi hætti en áður: „Allt öðruvísi. Ég er mikið betur æfð og undirbúin, og bara í góðu standi líkamlega og andlega. Ég tók öðruvísi þjálfun, er búin að vera í næringarþjálfun og líka búin að vinna í mér andlega síðan í maí,“ segir Þórdís en viðtalið við þær Ósk má sjá hér að neðan. Klippa: Þórdís og Ósk setja markið hátt í Bakgarðshlaupinu Eins og Þórdís bendir á þá má segja að bakgarðshlaup reyni meira á andlega þáttinn en þann líkamlega. Keppendur þurfa að hlaupa 6,7 kílómetra hring á innan við klukkustund, og fá svo tíma til að hvíla sig og nærast þar til að nýr klukkutími hefst og þeir þurfa að hlaupa hringinn á ný. Óhætt er að segja að slíkt taki á, sérstaklega þegar líða fer á helgina. „Verð ekki meðvirk gagnvart henni“ Þórdís býr að því að geta sótt þekkingu til Óskar og fengið hvatningu til að pína sig áfram, líka þegar hana langar sem mest til þess að hætta, því Ósk verður yfir teyminu sem aðstoðar hana á milli hringja. „Ég er mjög spennt fyrir að vera hinu megin við borðið og takast á við það. Ég hef heyrt frá mínu krúi að það er ekkert grín að „krúa“,“ segir Ósk. En verður ekki erfitt fyrir hana að horfa á vinkonu sína þjást, til dæmis seint á sunnudaginn? „Jú, jú. En ég er bara að fara að ýta henni áfram. Það er mitt djobb að ýta henni áfram þar til ég veit hvenær á að stoppa. Ég hef sjálf verið þar að vilja stoppa, mikið fyrr en ég hefði átt að gera, en svo hef ég líka stoppað á hárréttum tímapunkti og verið bara ánægð með það. Ég held að það sé bara að fara að fleyta okkur lengra hvað ég þekki hana vel. Ég er ekki mamma eða pabbi hennar, ég verð ekki meðvirk gagnvart henni, þannig að ef hún ætlar að fara að væla þá er það ekkert í boði. Það er bara út í næsta hring þar til hún verður síðust í brautinni,“ segir Ósk en viðtalið við þær Þórdísi má sjá hér að ofan.
Bakgarðshlaup Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Sjá meira