„Við vorum eiginlega bara í þrætum við formann nefndarinnar“ Árni Sæberg skrifar 4. september 2024 14:36 Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Samtaka leigjenda og Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins eru afar óánægð með breytingar á húsaleigulöggjöf. Þau kalla eftir nýrri löggjöf. Vísir/Sigurjón Formenn Samtaka leigjenda og húseigenda vísa ummælum fjármálaráðherra um að fullnægjandi samráð hafi verið haft við alla hagaðila á leigumarkaði, við gerð frumvarps um húsaleigulög, alfarið á bug. Formaður Samtaka leigjenda segist hafa fengið boð á einn hálftímalangan fund sem fór allur í þrætur við formann nefndarinnar. Mikið hefur verið fjallað um nýlegar breytingar á húsaleigulögum, sem unnar voru í innviðaráðuneytinu á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra réð ríkjum þar á bæ. Svo virðist sem hvorki leigjendur né leigusalar séu ánægðir með breytingar og enn síður aðdragandann að þeim. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. Ekkert samráð, eða hvað? Þau Hildur og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður leigjenda, segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þessu vísaði Sigurður Ingi alfarið á bug í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði að vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Þessi vinna hefur staðið í mjög langan tíma. Ætli það hafi ekki verið þrír hópar sem komu að þessu. Það var mikið samráð og samtal milli hópanna sem meðal annars allri aðilar vinnumarkaðarins áttu aðild að. Ég held að breytingar á löggjöfinni séu góð skref til að styrkja réttarstöðu leigjenda á markaði.“ Formaðurinn eiginmaður þingmanns Framsóknarflokks „Það var ekkert samráð haft við Leigjendasamtökin annað en þessi hálftíma fundur sem við áttum við hluta nefndarinnar. Þar sem við vorum eiginlega bara í einhverjum þrætum við formann nefndarinnar sem var lögfræðingur, giftur Framsóknarþingkonu,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við fréttastofu í tilefni af ummælum Sigurðar Inga. Formaður starfshóps þáverandi innviðaráðherra um endurskoðun húsaleigulaga, sem Sigurður Ingi skipaði í júní árið 2022, var Andri Björgvin Arnþórsson, lögmaður og eiginmaður Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. „Það var eiginlega bara þrástag milli mín og hans um það hvort ég væri með andúð á eignafólki og svona. Þetta var mjög undarlegur fundur.“ Staðhæfingar Sigurðar Inga rangar Í yfirlýsingu Húseigendafélagsins í tilefni af fréttaflutningi um nýlegar breytingar á húsaleigulögum segir að félagið vilji koma því á framfæri að staðhæfingar þáverandi innviðaráðherra séu rangar. Í starfshópi til gerðar frumvarpsins hafi einungis verið fulltrúar frá hlutaðeigandi ráðuneytum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, ásamt sameiginlegum fulltrúa frá BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands. Húseigendafélagið lýsir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið pláss fyrir hagaðila í nefndum starfshópi, sem sérstaklega tengdust hinum almenna leigumarkaði. Boðið á einn fund en lítið hlustað Hagaðilum hafi að vísu verið boðið á einn fund starfshóps í því skyni að koma athugasemdum sínum á framfæri við frumvarpsdrögin. Ekki sé að sjá að mikið tillit hafi verið tekið til alvarlegra athugasemda sem Húseigendafélagið gerði við þau drög. Það sama eigi við þegar Húseigendafélagið var boðað á fund velferðarnefndar við meðferð málsins á Alþingi. „Úr varð að samþykktar voru breytingar á lögum sem mikil óánægja er með af öllum þeim sem tengjast hinum almenna leigumarkaði nánum böndum, bæði leigjendum og leigusölum. Breytingarnar munu að mati Húseigendafélagsins hafa það í för með sér að framboð á leigueignum mun dragast saman og leiguverð mun þrýstast upp. Ef af verður er ljóst að slíkar breytingar munu ekki fela í sér betri réttarstöðu og öryggi fyrir leigjendur en leiddi af þágildandi ákvæðum húsaleigulaga, heldur þvert á móti.“ Leigumarkaður Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um nýlegar breytingar á húsaleigulögum, sem unnar voru í innviðaráðuneytinu á meðan Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra réð ríkjum þar á bæ. Svo virðist sem hvorki leigjendur né leigusalar séu ánægðir með breytingar og enn síður aðdragandann að þeim. Leigjendur gagnrýna til dæmis að nú geti leigusali hækkað leigu þegar rekstrarkostnaður hækkar eða ef hann vill samræma leiguverð við markaðsverð. Á sama tíma eru húseigendur ósáttir við að þrengt sé að hækkunum á leiguverði með nýjum ákvæðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir lögmaður og formaður Húseigendafélagsins segir að breytingarnar geti haft neikvæð áhrif á framboð á leiguhúsnæði. Ekkert samráð, eða hvað? Þau Hildur og Guðmundur Hrafn Arngrímsson, talsmaður leigjenda, segja bæði að ekki hafi verið tillit til umsagna þeirra hagsmunasamtaka við undirbúning laganna og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft í ferlinu. Þessu vísaði Sigurður Ingi alfarið á bug í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og sagði að vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Þessi vinna hefur staðið í mjög langan tíma. Ætli það hafi ekki verið þrír hópar sem komu að þessu. Það var mikið samráð og samtal milli hópanna sem meðal annars allri aðilar vinnumarkaðarins áttu aðild að. Ég held að breytingar á löggjöfinni séu góð skref til að styrkja réttarstöðu leigjenda á markaði.“ Formaðurinn eiginmaður þingmanns Framsóknarflokks „Það var ekkert samráð haft við Leigjendasamtökin annað en þessi hálftíma fundur sem við áttum við hluta nefndarinnar. Þar sem við vorum eiginlega bara í einhverjum þrætum við formann nefndarinnar sem var lögfræðingur, giftur Framsóknarþingkonu,“ segir Guðmundur Hrafn í samtali við fréttastofu í tilefni af ummælum Sigurðar Inga. Formaður starfshóps þáverandi innviðaráðherra um endurskoðun húsaleigulaga, sem Sigurður Ingi skipaði í júní árið 2022, var Andri Björgvin Arnþórsson, lögmaður og eiginmaður Hafdísar Hrannar Hafsteinsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks. „Það var eiginlega bara þrástag milli mín og hans um það hvort ég væri með andúð á eignafólki og svona. Þetta var mjög undarlegur fundur.“ Staðhæfingar Sigurðar Inga rangar Í yfirlýsingu Húseigendafélagsins í tilefni af fréttaflutningi um nýlegar breytingar á húsaleigulögum segir að félagið vilji koma því á framfæri að staðhæfingar þáverandi innviðaráðherra séu rangar. Í starfshópi til gerðar frumvarpsins hafi einungis verið fulltrúar frá hlutaðeigandi ráðuneytum, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, ásamt sameiginlegum fulltrúa frá BSRB, BHM og Kennarasambandi Íslands. Húseigendafélagið lýsir vonbrigðum yfir því að ekki hafi verið pláss fyrir hagaðila í nefndum starfshópi, sem sérstaklega tengdust hinum almenna leigumarkaði. Boðið á einn fund en lítið hlustað Hagaðilum hafi að vísu verið boðið á einn fund starfshóps í því skyni að koma athugasemdum sínum á framfæri við frumvarpsdrögin. Ekki sé að sjá að mikið tillit hafi verið tekið til alvarlegra athugasemda sem Húseigendafélagið gerði við þau drög. Það sama eigi við þegar Húseigendafélagið var boðað á fund velferðarnefndar við meðferð málsins á Alþingi. „Úr varð að samþykktar voru breytingar á lögum sem mikil óánægja er með af öllum þeim sem tengjast hinum almenna leigumarkaði nánum böndum, bæði leigjendum og leigusölum. Breytingarnar munu að mati Húseigendafélagsins hafa það í för með sér að framboð á leigueignum mun dragast saman og leiguverð mun þrýstast upp. Ef af verður er ljóst að slíkar breytingar munu ekki fela í sér betri réttarstöðu og öryggi fyrir leigjendur en leiddi af þágildandi ákvæðum húsaleigulaga, heldur þvert á móti.“
Leigumarkaður Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira